Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
99. fundur
þriðjudaginn 2. ágúst 2016 kl. 11:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Tryggvi Valur Sæmundsson, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Sæmundur Víglundsson.
Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
Þetta gerðist:
Byggingarleyfismál
| ||
1
|
Indriðastaðir 10, umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 1605012
| |
Fyrirspyrjandi hefur hug á að byggja 18,0 m2 bátskýli á lóðinni. Málinu vísað til Skipulags- og byggingarnefndar þar sem ætlað byggingarmagn er umfram heimildir á lóð.
| ||
Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
| ||
|
||
2
|
Hvammsskógur 43, umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 1605005
| |
Á 96. fundi hreppsnefndar þann 15. júní 2016 var málinu vísað til skipulags- og byggingarnefndar. Málið var tekið fyrir á 38. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa og afgreitt.
| ||
Málinu lokið.
| ||
|
||
3
|
Indriðastaðir Kaldárkot – Mál nr. 1607009
| |
Sótt er um leyfi til að byggja frístundahús 100,4 fm ásamt geymsluskúr 10,3 fm á lóð Kaldárkots. Fyrir er á lóðinni eldra hús. Stefnt er að því að rífa það. Kaldárkot er ekki á samþykktu deiliskipulagi en í samræmi við aðalskipulag.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að grenndarkynna byggingarleyfi sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. fyrir lóðarhafa Indriðastaðahlíðar 106, landeiganda og landeiganda Mófelsstaða.
| ||
|
||
Skipulagsmál
| ||
4
|
Landsskipulagsstefna 2015-2026 – Mál nr. 1606021
| |
Erindi barst frá Skipulagsstofnun, dags. 16. júní 2016. Skipulagsstofnun óskar eftir skráningu tengiliða frá hverju sveitarfélagi á samráðsvettvang um framfylgd landsskipulagsstefnu.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúi sveitarfélagsins verði tengiliður á samráðsvettvang um framfylgd landsskipulagsstefnu og formaður skipulags- og byggingarnefndar verði varamaður tengiliðar.
| ||
|
||
Framkvæmdarleyfi
| ||
5
|
Hvammsskógur,umsókn um framkvæmdaleyfi göngustígs – Mál nr. 1607008
| |
Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu göngustígar. Umræddur göngustígur er á milli lóðanna Hvammsskóga 30 og 32. Skipulagsfulltrúi hefur óskað eftir ítarlegri gögnum. Gögn hafa ekki borist.
| ||
Málinu frestað.
| ||
|
||
6
|
Skátaskálalögn, endurnýjun hitaveitu. – Mál nr. 1602007
| |
Samkvæmt beiðni Veitna er óskað eftir því að framkvæmdaleyfi verði framlengt þar til lok maí 2017 þar sem tafir hafa orðið á verkinu og ljóst að ekki verður hægt að ljúka loka frágangi fyrir veturinn með sáningar og fleira.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að framkvæmdaleyfi verði framlengt til 1. júní 2017.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
12:40.