Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 99
miðvikudaginn 14. september 2016 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.
Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:
| 
 Almenn mál 
 | ||
| 
 1   
 | 
 Ársreikningur Skorradalshrepps fyrir árið 2015     –     Mál nr. 1606025 
 | |
| 
 Ársreikningur 2015 
 | ||
| 
 Farið yfir niðurstöður ársins. Málinu frestað. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 2   
 | 
 3. mánaðauppgjör fyrir árið 2016     –     Mál nr. 1609001 
 | |
| 
 Lagt fram. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 3   
 | 
 6. mánaðauppgjör fyrir árið 2016     –     Mál nr. 1609002 
 | |
| 
 Lagt fram. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 4   
 | 
 Erindi frá Advania ehf.     –     Mál nr. 1607010 
 | |
| 
 Lögð fram tilkynning um lok bókhaldskerfsins SFS. 
 | ||
| 
 Málið rætt. PD falið að skoða næstu skref og koma með tillögur. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 5   
 | 
 Húsafriðunarsjóður 2016     –     Mál nr. 1608008 
 | |
| 
 Lögð fram umsókn um styrk um verndarsvæði í byggð. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 6   
 | 
 Framdalsfélagið – samningur um samstarf.     –     Mál nr. 1608009 
 | |
| 
 Lagður fram samningur Framdalsfélagið um samstarf við mótun tillögu um verndarsvæði. 
 | ||
| 
 Samningurinn samþykktur. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 7   
 | 
 Umsókn í styrkvegasjóð Vegagerðarinnar fyrir árið 2016     –     Mál nr. 1603014 
 | |
| 
 Lagt fram svarbréf Styrkvegasjóðs. 
 | ||
| 
 Oddvita falið að móta tillögur að nýtingu styrksins. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 8   
 | 
 Ályktun frá Búnaðarþingi 2016     –     Mál nr. 1608011 
 | |
| 
 Lögð fram ályktun og spurningar er varðar fjallskil. 
 | ||
| 
 Málið rætt, JEE falið að svara Bændasamtökunum. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 9   
 | 
 Erindi frá Matvælastofnun.     –     Mál nr. 1609003 
 | |
| 
 Erindið fjallar um brynningu í réttum. 
 | ||
| 
 Lagt fram. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 10   
 | 
 Erindi frá Velferðarráðuneytinu.     –     Mál nr. 1608010 
 | |
| 
 Lagt fram erindi Velferðarráðuneytisins. Erindi varðar málefni fatlaðra. Lögð fram umsögn oddvita. 
 | ||
| 
 Oddviti kynnti málið, hreppsnefnd samþykkir umsögn oddvita. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 11   
 | 
 Gjaldskrá embættis skipulags- og byggingarfulltrúa     –     Mál nr. 1603005 
 | |
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að vísa gjaldskrá til afgreiðslu hreppsnefndar. Fyrri umræða á gjaldskrátillögu. 
 | ||
| 
 Hreppsnefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar málinu til annarrar umræðu. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 Fundargerðir til staðfestingar 
 | ||
| 
 12   
 | 
 Skipulags- og byggingarnefnd – 99     –     Mál nr. 1608001F 
 | |
| 
 Lögð fram fundargerð frá 2. ágúst s.l. 
 | ||
| 
 Fundargerðin samþykkt í öllum 6 liðum. 
 | ||
| 
 12.1  
 | 
 1605012 – Indriðastaðir 10, umsókn um byggingarleyfi 
 | |
| 
 12.2  
 | 
 1605005 – Hvammsskógur 43, umsókn um byggingarleyfi 
 | |
| 
 12.3  
 | 
 1607009 – Indriðastaðir Kaldárkot 
 | |
| 
 12.4  
 | 
 1606021 – Landsskipulagsstefna 2015-2026 
 | |
| 
 12.5  
 | 
 1607008 – Hvammsskógur,umsókn um framkvæmdaleyfi göngustígs 
 | |
| 
 12.6  
 | 
 1602007 – Skátaskálalögn, endurnýjun hitaveitu. 
 | |
| 
 | 
||
| 
 13   
 | 
 Skipulags- og byggingarnefnd – 100     –     Mál nr. 1609002F 
 | |
| 
 Lögð fram fundargerð frá 12. september s.l. 
 | ||
| 
 Fundargerðin samþykkt í öllum 3 liðum. 
 | ||
| 
 13.1  
 | 
 1510001 – Indriðastaðir 4, umsókn um stækkun 
 | |
| 
 13.2  
 | 
 1607009 – Indriðastaðir Kaldárkot 
 | |
| 
 13.3  
 | 
 1603005 – Gjaldskrá embættis skipulags- og byggingarfulltrúa 
 | |
| 
 | 
||
| 
 Skipulagsmál 
 | ||
| 
 14   
 | 
 Indriðastaðir Kaldárkot     –     Mál nr. 1607009 
 | |
| 
 Sótt er um leyfi til að byggja frístundahús 100,4 fm ásamt geymsluskúr 10,3 fm á lóð Kaldárkots. Fyrir er á lóðinni eldra hús. Stefnt er að því að rífa það. Kaldárkot er ekki á samþykktu deiliskipulagi en í samræmi við aðalskipulag. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að grenndarkynna byggingarleyfi sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. fyrir lóðarhafa Indriðastaðahlíðar 106, landeiganda og landeiganda Mófellsstaða. 
 | ||
| 
 Hreppsnefnd samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar og leggur enn fremur til að grenndarkynnt verði fyrir sumarhúsafélagi Indriðastaða. Hreppsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 15   
 | 
 Indriðastaðir Kaldárkot     –     Mál nr. 1607009 
 | |
| 
 Sótt er um leyfi til að byggja frístundahús 100,4 fm ásamt geymsluskúr 10,3 fm á lóð Kaldárkots. Fyrir er á lóðinni eldra hús. Stefnt er að því að rífa það. Kaldárkot er ekki á samþykktu deiliskipulagi en í samræmi við aðalskipulag. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til, á 99. fundi sínum, við hreppsnefnd að grenndarkynna byggingarleyfi sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. fyrir lóðarhafa Indriðastaðahlíðar 106, landeiganda og landeiganda Mófellsstaða.Þegar teikningar bárust þann 28. ágúst sl. kom í ljós að nýja frístundahúsið er á öðrum stað en núverandi hús. Ný staðsetning er innan 50 m frá Kaldá, en sbr. gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð er kveðið á um að utan þéttbýlis skuli ekki reisa mannvirki nær vötnum, ám eða sjó en 50 m. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til, á 100. fundi sínum, við hreppsnefnd að byggingarleyfisumsókn verði ekki grenndarkynnt fyrr en fengin hefur verið undanþága frá umræddri grein skipulagsreglugerðar hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu um fjarlægð frá Kaldá. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. 
 | ||
| 
 Hreppsnefnd samþykkir að farið verði í að óska eftir undanþágu frá gr. 5.3.2.14 skipulagsreglugerðar hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu um fjarlægð frá ám og vötnum. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 16   
 | 
 Landsskipulagsstefna 2015-2026     –     Mál nr. 1606021 
 | |
| 
 Erindi barst frá Skipulagsstofnun, dags. 16. júní 2016. Skipulagsstofnun óskar eftir skráningu tengiliða frá hverju sveitarfélagi á samráðsvettvang um framfylgd landsskipulagsstefnu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúi sveitarfélagsins verði tengiliður á samráðsvettvang um framfylgd landsskipulagsstefnu og formaður skipulags- og byggingarnefndar verði varamaður tengiliðar. 
 | ||
| 
 Hreppsnefnd samþykkir bókun skipulags- og byggingarnefndar. Skipulagsfulltrúa falið að tilkynna Skipulagsstofnun um tengiliði og varamann sveitarfélagsins á samráðsvettvang um framfylgd landsskipulagsstefnu. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 17   
 | 
 Skátaskálalögn, endurnýjun hitaveitu.     –     Mál nr. 1602007 
 | |
| 
 Samkvæmt beiðni Veitna er óskað eftir því að framkvæmdaleyfi verði framlengt þar til lok maí 2017 þar sem tafir hafa orðið á verkinu og ljóst að ekki verður hægt að ljúka loka frágangi fyrir veturinn með sáningar og fleira. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir á 99. fundi sínum þann 2. ágúst 2016 að framkvæmdaleyfi verði framlengt til 1. júní 2017. 
 | ||
| 
 Hreppsnefnd samþykkir bókun skipulags- og byggingarnefndar og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 18   
 | 
 Skipulagsdagur 2016     –     Mál nr. 1609004 
 | |
| 
 Skipulagsdagurinn 2016 verður haldinn fimmtudaginn 15. september nk. sem Skipulagsstofnun stendur að í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga. 
 | ||
| 
 Hreppsnefnd leggur til að oddviti fari fyrir hönd sveitarfélagsins á Skipulagsadaginn 2016. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 19   
 | 
 Indriðastaðir 4, umsókn um stækkun     –     Mál nr. 1510001 
 | |
| 
 Byggingarleyfisumsókn var grenndarkynnt sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. fyrir landeiganda og lóðarhöfum Indriðastaða 3 og 5. Grenndarkynningartíma var frá 2. júní til 2. júlí 2016. Þar sem póstur var endursendur var grenndarkynningartími framlengdur til 21. júlí 2016. Engar athugasemdir bárust á grenndarkynningartíma. Óskað var eftir frekari upplýsingum frá umsækjanda um fjarlægð fyrirhugaðrar byggingar frá Skorradalsvatni. Samkvæmt hans mælingum er gert ráð fyrir að fyrirhuguð bygging muni standa um 40 m frá vatni, en sbr. gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð er kveðið á um að utan þéttbýlis skuli ekki reisa mannvirki nær vötnum, ám eða sjó en 50 m. Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að fengin var undanþága frá umræddri grein skipulagsreglugerðar vegna sambærilegs máls á lóð Indriðastaða 3. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að veitt verði byggingarleyfi ef fæst undanþága frá umræddri grein skipulagsreglugerðar frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu um fjarlægð frá vatni. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. 
 | ||
| 
 Hreppsnefnd samþykkir að farið verði í að óska eftir undanþágu frá gr. 5.3.2.14 skipulagsreglugerðar hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu um fjarlægð frá vatni. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.  Hreppsnefnd samþykkir veitingu byggingarleyfis að því gefnu að fjarlægð frá vatni fáist hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram. 
 | ||
Fleira gerðist ekki. 
Fundi slitið kl. 
23:15.
