Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 98
miðvikudaginn 13. júlí 2016 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.
Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:
| 
 Almenn mál 
 | ||
| 
 1   
 | 
 Fasteignamat 2017     –     Mál nr. 1606022 
 | |
| 
 Lagt fram. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 2   
 | 
 Landsskipulagsstefna 2015-2026     –     Mál nr. 1606021 
 | |
| 
 Oddviti fer yfir málið. 
 | ||
| 
 Erindið fer til umfjöllunar í skipulagsnefnd. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 3   
 | 
 Landsáætlun um uppbyggingu innviða – kortlagningu ferðamannastaða.     –     Mál nr. 1607006 
 | |
| 
 Oddviti fer yfir málið. Samband íslenskra sveitarfélaga óskar eftir tilnefningu fulltrúa fyrir Skorradalshrepp. 
 | ||
| 
 Samþykkt að tilnefna formann Skipulagsnefndar, Jón Einarsson sem fulltrúa Skorradalshrepps. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 4   
 | 
 Birkimói 1, athugasemdir, o.fl     –     Mál nr. 1211017 
 | |
| 
 Lagt fram minnisblað oddvita. 
 | ||
| 
 Hreppsnefnd samþykkir minnisblað oddvita og felur oddvita að vinna málið áfram í samræmi umræður á fundinum. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 5   
 | 
 Starfsmannamál     –     Mál nr. 1603023 
 | |
| 
 Oddviti fer yfir málið. 
 | ||
| 
 Oddvita falið að vinna málið áfram. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 6   
 | 
 Náttúra og vegglist – styrkur     –     Mál nr. 1607005 
 | |
| 
 Ósk um styrk vegna námskeiðs á Hvanneyri – Náttúra og vegglist. 
 | ||
| 
 Samþykkt að veita 12.000 kr. styrk vegna barna úr Skorradal. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 Almenn mál – umsagnir og vísanir 
 | ||
| 
 7   
 | 
 Mál nefnda Alþingis nr. 764     –     Mál nr. 1606023 
 | |
| 
 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016-2019. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 8   
 | 
 Mál nefnda Alþingis nr. 765     –     Mál nr. 1606024 
 | |
| 
 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016-2019. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 Fundargerðir til kynningar 
 | ||
| 
 9   
 | 
 Fundur stjórnar Faxaflóahafna nr. 146 þann 23. maí s.l.     –     Mál nr. 1605020 
 | |
| 
 Fundargerð nr. 146, lögð fram. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 10   
 | 
 Aðalfundur SSV þann 6. apríl s.l.     –     Mál nr. 1607004 
 | |
| 
 Lögð fram fundargerð 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 11   
 | 
 Fundargerð aðalfundar Heilb.nefndar Vesturlands þann 6. apríl s.l.     –     Mál nr. 1607003 
 | |
| 
 Lögð fram fundargerð. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 12   
 | 
 Fundur stjórnar Faxaflóahafna nr. 147 þann 29. júní s.l.     –     Mál nr. 1607002 
 | |
| 
 Lögð fram fundargerð. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 13   
 | 
 Fundargerðir nr. 839, 840 og 841 hjá SÍS     –     Mál nr. 1607007 
 | |
| 
 Lagðar fram fundargerðir. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 Skipulagsmál 
 | ||
| 
 14   
 | 
 Hvammsskógur 18 og 20, deiliskipulagsbreyting     –     Mál nr. 1409010 
 | |
| 
 Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar sameiningu lóða Hvammsskóga 18 og 20, afmörkun byggingarreits og mænistefnu. Grenndarkynning fór fram frá 31. maí til 3. júlí 2016. Engar athugasemdir bárust. 
 | ||
| 
 Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Skipulagsfulltrúa falið að birta niðurstöðu hreppsnefndar í B-deild Stjórnartíðinda og senda samþykkta breytingu deiliskipulags til Skipulagsstofnunar. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 15   
 | 
 Indriðastaðir 48, umsókn um byggingarleyfi gestahús     –     Mál nr. 1603012 
 | |
| 
 Sótt er um byggingarleyfi fyrir 48,1 fm gestahúsi á Indriðastöðum 48 í landi Indriðastaða. Þar sem ekki er í gildi deiliskipulag var byggingarleyfi grenndarkynnt sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning fór fram 3. maí til 3. júní 2016. Engar athugasemdir bárust. 
 | ||
| 
 Hreppsnefnd samþykkir veitingu byggingarleyfis og felur byggingarfulltrúi að vinna málið áfram. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 16   
 | 
 Fitjahlíð 51.     –     Mál nr. 1202002 
 | |
| 
 Unnið er að samkomulagi við lóðarhafa Fitjahlíðar 49 um að sjá um niðurrif á fasteign (fastanr. 210-6528) hreppsins að Fitjahlíð 51A. Ástæða niðurrifs er hluti sáttar á milli lóðarhafa Fitjahlíðar 49, 51 og hreppsins. Fasteign er talin ónýt. 
 | ||
| 
 Hreppsnefnd samþykkir að fela oddvita að sækja um niðurrif fasteignar á lóð Fitjahlíðar 51A hjá byggingarfulltrúa. 
 | ||
| 
 | 
||
Fleira gerðist ekki. 
Fundi slitið kl. 
22:15.
