Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
97. fundur
þriðjudaginn 5. apríl 2016 kl. 13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, Sæmundur Víglundsson og K. Hulda Guðmundsdóttir.
Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
Þetta gerðist:
Fundargerðir til staðfestingar
| ||
1
|
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 35 – Mál nr. 1603002F
| |
1.1
|
1603011 – Dagverðarnes 220, byggingarmál
| |
1.2
|
1509002 – Hálsar 5, vélaskemma
| |
1.3
|
1505006 – Hvammsskógur 42, bygg.mál
| |
1.4
|
1603012 – Indriðastaðir 48, umsókn um byggingarleyfi gestahús
| |
1.5
|
1603010 – Skálalækjarás 7,byggingarmál
| |
|
||
Byggingarleyfismál
| ||
2
|
Indriðastaðir 48, umsókn um byggingarleyfi gestahús – Mál nr. 1603012
| |
Sótt er um byggingarleyfi fyrir 48,1 fm gestahúsi á Indriðastöðum 48 í landi Indriðastaða. Málið var tekið fyrir á 35. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa og vísað til skipulags- og byggingarnefndar. Ekki er tiltækt deiliskipulag af hverfinu.
| ||
Þar sem ekki er í gildi deiliskipulag leggur skipulags- og byggingarnefnd til að byggingarleyfi verði veitt að undangenginni grenndarkynningu sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal fyrir lóðarhöfum Indriðastaða 34, 35, 36, 47, 49, Stráksmýrar 5, 7, 9 og landeiganda.
| ||
|
||
Skipulagsmál
| ||
3
|
Fitjahlíð 51. – Mál nr. 1202002
| |
Byggingarfulltrúi og skipulagsfulltrúi hafa fundað með Huldu Guðmundsdóttur, fyrir hönd landeiganda Fitja, Sæmundi Benediktssyni, fyrir hönd lóðarhafa Fitjahlíðar 49 og Sigurði Tómasi Magnússyni, lögmanni og Jakobi Marinóssyni, bróður lóðarhafa Fitjahlíðar 51.
| ||
Lagt er til við hreppsnefnd að gengið verði til samninga við lóðarhafa Fitjahlíðar 49, Sæmund Benediktsson og Margréti Jónsdóttur, um að fjarlægja byggingu á lóð Fitjahlíðar 51A á eigin kostnað fyrir lok maí mánaðar 2016. Þegar bygging hefur verið fjarlægð mun fara af stað skipulagsferli deiliskipulags Kiðhúsbala sem kveður á um stækkun lóðar Fitjahlíðar 49 þannig að hún stækki um 30 m í átt að Fitjahlíð 51.Byggingarfulltrúa verði falið að fylgja málinu eftir er varðar niðurrif og förgun byggingar og skipulagsfulltrúa verði falið að fylgja málum eftir er varðar skipulagsferli deiliskipulags Kiðhúsbala í samráði við lóðahafa og landeigendur.
| ||
|
||
Önnur mál
| ||
4
|
Gjaldskrá embættis skipulags- og byggingarfulltrúa – Mál nr. 1603005
| |
Gjaldskrá embættis skipulags- og byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar
| ||
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
14:25.