Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
94. fundur
Þriðjudaginn 1. desember 2015 kl. 14:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Tryggvi Valur Sæmundsson og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.
Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
Þetta gerðist:
| 
 Byggingarleyfismál 
 | ||
| 
 1   
 | 
 Indriðastaðir Kaldárkot     –     Mál nr. 1511012 
 | |
| 
 Málfríður Ellertsdóttir sækir um skilgreiningu afmörkun lóðar Indriðastaðir-Kaldárkot, lnr. 134073, skv. uppdrætti frá Nýhönnun ehf, Ómar Pétursson. Þinglýsa þarf kvöð um aðkomu lóðar frá vegi Indriðastaðahlíðar. 
 | ||
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að afmörkun lóðar verði samþykkt og þinglýst verði kvöð um aðkomu lóðar. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 Skipulagsmál 
 | ||
| 
 2   
 | 
 Breyting aðalskipulags, lóð Hvammskóga 18 og 20 í landi Hvamms     –     Mál nr. 1410004 
 | |
| 
 Málinu var frestað á síðasta fundi. 
 | ||
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að óska eftir fundi með Skipulagsstofnun vegna málsins. Málin frestað. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 3   
 | 
 Skipulag og ferðamál – hugmyndahefti     –     Mál nr. 1511004 
 | |
| 
 Erindi barst frá Skipulagsstofnun, dags. 10. nóv. 2015 þar sem verið er að kynna hugmyndahefti um skipulag og ferðamál. 
 | ||
| 
 Lagt fram. 
 | ||
| 
 | 
||
Fleira gerðist ekki. 
Fundi slitið kl. 
14:50.
