94 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps

94. fundur

Þriðjudaginn 1. desember 2015 kl. 14:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Tryggvi Valur Sæmundsson og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.

Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Þetta gerðist:

Byggingarleyfismál

1

Indriðastaðir Kaldárkot – Mál nr. 1511012

Málfríður Ellertsdóttir sækir um skilgreiningu afmörkun lóðar Indriðastaðir-Kaldárkot, lnr. 134073, skv. uppdrætti frá Nýhönnun ehf, Ómar Pétursson. Þinglýsa þarf kvöð um aðkomu lóðar frá vegi Indriðastaðahlíðar.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að afmörkun lóðar verði samþykkt og þinglýst verði kvöð um aðkomu lóðar. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Skipulagsmál

2

Breyting aðalskipulags, lóð Hvammskóga 18 og 20 í landi Hvamms – Mál nr. 1410004

Málinu var frestað á síðasta fundi.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að óska eftir fundi með Skipulagsstofnun vegna málsins. Málin frestað.

3

Skipulag og ferðamál – hugmyndahefti – Mál nr. 1511004

Erindi barst frá Skipulagsstofnun, dags. 10. nóv. 2015 þar sem verið er að kynna hugmyndahefti um skipulag og ferðamál.

Lagt fram.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

14:50.