Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
92. fundur
Þriðjudaginn 6. október 2015 kl. 13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Jón E. Einarsson,
TVS vék af fundi undir lið 2 og 3.
Þetta gerðist:
Almenn mál
| ||
1
|
Mál nefnda Alþingis nr. 10, 101, 133 og 140 – Mál nr. 1510004
| |
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar mál nr. 10, 101, 133 og 140.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að fara yfir málin og vinna umsögn í samráði við formann nefndarinnar.
| ||
|
||
Byggingarleyfismál
| ||
2
|
Hálsar 5, umsókn um stækkun lóðar – Mál nr. 1510003
| |
Sótt er um að stækka lóðina Hálsar 5 úr 2225 m2 í 3150 m2 og byggingarreit til norð/austurs.
| ||
Að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa leggur skipulags- og byggingarnefnd til að samþykkja umrædda stækkun og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
| ||
|
||
3
|
Hálsar 5, vélaskemma – Mál nr. 1509002
| |
Á 34. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa var málinu vísað til skipulags- og byggingarnefndar. Sótt er um byggingarleyfi fyrir byggingu á vélaskemmu, 68,9 m2 á lóðinni Hálsar 5.
| ||
Að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa leggur skipulags- og byggingarnefnd til að byggingarleyfi verði samþykkt þar sem skriflegt samþykki lóðarhafa og landeiganda liggur fyrir um byggingar vélaskemmu innan hennar og því ekki þörf á grenndarkynningu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
| ||
|
||
4
|
Indriðastaðir 4, umsókn um stækkun – Mál nr. 1510001
| |
Á 34. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa var málinu vísað til skipulags- og byggingarnefndar. Sótt er um byggingarleyfi fyrir stækkun, um 25,3 m2 á núverandi frístundarhúsi, sem er 88,2 m2. Eftir breytingu yrði því húsið 113,5 m2. Samanlagt byggingarmagn á lóð verður þá 183,5 m2 og samræmist það stefnumörkun aðalskipulags sveitarfélagsins.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að grenndarkynna byggingarleyfi sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. fyrir lóðarhöfum Indriðastaða 3, 5 og landeiganda. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
| ||
|
||
Skipulagsmál
| ||
5
|
Breyting aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2022 – Mál nr. 1509011
| |
Erindi frá Hvalfjarðarsveit er varðar breytta stefnumörkun um landbúnaðarsvæði dags. 18.sept. 2015.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að senda umsögn til Hvalfjarðarsveitar í samræmi við umræður á fundinum.
| ||
|
||
6
|
Indriðastaðahlíð 104 og 106, breyting aðalskipulags – Mál nr. 1510002
| |
Með erindi dags. 8.sept. 2015 óska lóðarhafar Indriðastaðahlíðar 104 og 106 að breyta aðalskipulagi þannig að heimilt verði að sameina lóðir þeirra í eina íbúðarhúsalóð.
| ||
Skipulags- og byggingarnefndar leggur til við hreppsnefnd að heimila breytingu aðalskipulags sbr. 1. mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lagt er til að Skipulagsfulltrúa verði falið að vinna málið áfram og að sjá til þess að lýsingargögn breytingar aðalskipulags verði lögð fram að hálfu lóðarhafa og gögnin kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. sömu laga.
| ||
|
||
7
|
Indriðastaðahlíð, breyting deiliskipulags – Mál nr. 1509012
| |
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags er varðar lóðir við Indriðastaðahlíð 104 og 106. Óskað er eftir sameiningu þeirra í eina lóð og breyta frístundalóð í íbúðarhúsalóð.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til fyrir liggur tillaga breytingar aðalskipulags.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
14:30.