Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
90. fundur
Þriðjudaginn 14. júlí 2015 kl. 11:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: 
Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sæmundur Víglundsson, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Jón Friðrik Snorrason.
Fundarritari var  Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
Þetta gerðist:
| 
 Skipulagsmál 
 | ||
| 
 1   
 | 
 Dagverðarnes, deiliskipulag lóða 56 og 57, svæði 8     –     Mál nr. 1502001 
 | |
| 
 | 
 Tillaga deiliskipulags Dagverðarness frístundalóða nr. 56 og 57 á svæði 8 var auglýst frá 20 maí til 1. júlí 2015 sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ein athugasemd barst á auglýsingar tíma. 
 | |
| 
 | 
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að tekið verði tillit til innsendrar athugasemdar þannig að gerð verði sú breyting á auglýstri tillögu að gönguleið verði tryggð á milli lóðar 55 annars vegar og lóða 56 og 57 hinsvegar. Það er mat skipulags- og byggingarnefndar að ekki sé um grundvallar breytingu að ræða á auglýstri tillögu þannig að ekki sé þörf á að auglýsa hana á nýjan leik. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja tillögu deiliskipulags með ofangreindum breytingum sbr.3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m. s. br. 
 | |
| 
 | 
 | 
 | 
| 
 2   
 | 
 Erindi frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála.     –     Mál nr. 1303002 
 | |
| 
 | 
 Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 26/2013 sem kveðin var upp þann 2. júlí 2015 er varðar öryggishlið í landi Indriðastaða er lagður fram. 
 | |
| 
 | 
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd í ljósi úrskurðar Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 26/2013 að mótuð verði stefna um öryggishlið innan sveitarfélagsins. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að ekki verði heimiluð læst öryggishlið innan sveitarfélagsins, þar sem sveitarfélagið hefur sett upp öryggismyndavélar við allar aðkomuleiðir inn í sveitarfélagið. Það er einnig mat nefndarinnar að læst öryggishlið skerði aðgengi fólks að bæði vatni og fjalli og veiti falskt öryggi. 
 | |
| 
 | 
 | 
 | 
| 
 3   
 | 
 Hvammsskógur neðri, deiliskipulagsbreyting     –     Mál nr. 1501007 
 | |
| 
 | 
 Tillaga breytingar deiliskipulags Hvammsskóga neðri var auglýst frá 20. maí til 1. júlí 2015 sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga m.s.br.. Tvær athugasemdir bárust á auglýsingartíma. 
 | |
| 
 | 
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að ekki verði tekið tillit til innsendra athugasemda og auglýst tillaga smþykkt óbreytt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa niðurstöðu hreppsnefndar, senda Skipulagsstofnun samþykkta tillögu til yfirferðar og að því loknu að birta auglýsingu um samþykkt deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda. 
 | |
| 
 | 
 | 
 | 
| 
 4   
 | 
 Hvammsskógur, deiliskipulagsbreyting     –     Mál nr. 1501006 
 | |
| 
 | 
 Tillaga breytingar deiliskipulags Hvammsskóga var auglýst frá 20. maí til 1. júlí 2015 sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga m.s.br. Ein athugasemd barst á auglýsingartíma. 
 | |
| 
 | 
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að ekki verði tekið tillit til innsendrar athugasemdar og auglýst tillaga samþykkt óbreytt sbr. 3. mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa niðurstöðu hreppsnefndar, senda Skipulagsstofnun samþykkta tillögu til yfirferðar og að því loknu að birta auglýsingu um samþykkt deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda. 
 | |
| 
 | 
 | 
 | 
Fleira gerðist ekki. 
Fundi slitið kl. 
12:25.
