9 – Búfjáreftirlitsnefnd Borgarbyggðar og Skorradalshr

Skorradalshreppur

Búfjáreftirlitsnefnd á svæði 5, fundur nr. 9

Fundargerð

25. febrúar 2011

Fundur nýkjörinnar búfjáreftirlitsnefndar á svæði 5 haldinn í ráðhúsi Borgarbyggðar þann 25. febrúar 2011 kl. 16:20. Mætt eru: Guðmundur Sigurðsson og Sigrún Ólafsdóttir fyrir hönd Borgarbyggðar og Pétur Davíðsson fyrir hönd Skorradalshrepps.

Guðmundur setti fund sem aldurforseti nefndarinnar og bauð nefndarfólk velkomið. Var síðan gengið til dagskrá.

  1. Kosning formanns og ritara nefndarinnar:

    Stungið var upp á Guðmundi sem formanni. Samþykkt.

    Stungið var upp á Pétri sem ritara nefndarinnar. Samþykkt.

  2. Framkvæmd búfjáreftirlits. Sigríði Jóhannesdóttur, framkvæmdarstjóri Búnaðarsamtakanna Vesturlands fór yfir breytingar, m.a. vegna rafræna skila. Nokkuð um að menn virði ekki frest. Minntist á framfylgd á athugasemdum sem koma fram við forðagæsluskoðun.

  3. Samningur við Búnaðarsamtök Vesturlands um búfjáreftirlit 2010-11. Gildir hann í eitt ár.

    Samningur er samþykktur og formanni heimilað að undirrita hann.

  1. Gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit.

    Umræða var um gjaldskrá og breytingatillögur á henni. Rætt staða málsins. Málið frestað til næsta fundar.

Ekki fleira gert og fundi slitið.
Pétur Davíðsson, ritari