Búfjáreftirlitsnefnd á svæði 5, fundur nr. 9
Fundargerð
25. febrúar 2011
Fundur nýkjörinnar búfjáreftirlitsnefndar á svæði 5 haldinn í ráðhúsi Borgarbyggðar þann 25. febrúar 2011 kl. 16:20. Mætt eru: G uðmundur Sigurðsson og Sigrún Ólafsdóttir fyrir hönd Borgarbyggðar og Pétur Davíðsson fyrir hönd Skorradalshrepps.
-
Kosning formanns og ritara nefndarinnar:
Stungið var upp á Guðmundi sem formanni. Samþykkt.
Stungið var upp á Pétri sem ritara nefndarinnar. Samþykkt.
-
Framkvæmd búfjáreftirlits. Sigríði Jóhannesdóttur, framkvæmdarstjóri Búnaðarsamtakanna Vesturlands fór yfir breytingar, m.a. vegna rafræna skila. Nokkuð um að menn virði ekki frest. Minntist á framfylgd á athugasemdum sem koma fram við forðagæsluskoðun.
-
Samningur við Búnaðarsamtök Vesturlands um búfjáreftirlit 2010-11. Gildir hann í eitt ár. Samningur er samþykktur og formanni heimilað að undirrita hann.
-
Gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit. Umræða var um gjaldskrá og breytingatillögur á henni. Rætt staða málsins. Málið frestað til næsta fundar.
Ekki fleira gert og fundi slitið.
Pétur Davíðsson, ritari