Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
86. fundur
Þriðjudaginn 13. janúar 2015 kl. 13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Tryggvi Valur Sæmundsson, Sæmundur Víglundsson og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.
Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
Þetta gerðist:
Fundargerðir til staðfestingar
| ||
1
|
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 29 – Mál nr. 1501002F
| |
Fundargerð lögð fram til staðfestingar.
| ||
1.1
|
1411015 – Fitjahlíð 81, bygg.mál
| |
1.2
|
1501002 – Vatnsendahlíð 177, bygg.mál
| |
|
||
Byggingarleyfismál
| ||
2
|
Fitjahlíð 81, bygg.mál – Mál nr. 1411015
| |
Á 29. fundi afgreiðslufundar byggingarfulltrúa er málinu vísað til skipulags- og byggingarnefndar á þeim forsendum að ekki er í gildi deiliskipulag í Fitjahlíð. Um er að ræða umsókn um byggingu 17,4 m2 gestahúss. Fyrir er frístundahús 53,8 fm sbr. upplýsingum FMR.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að grenndarkynna byggingarleyfi sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna þarf fyrir lóðarhöfum 79, 81a, 83, 84 og landeigendum. Lagt er til að skipulagsfulltrúa verði falið að vinna málið áfram.
| ||
|
||
Skipulagsmál
| ||
3
|
Dagverðarnes 72-breyting deiliskipulags – Mál nr. 1311002
| |
Afgreiðslu málsins á 76. fundar skipulags- og byggingarnefndar var frestað á þeim forsendum að borist hafði erindi vegna grenndarkynningar óverulegrar breytingar deiliskipulags. Erindinu var svarað þann 11. nóv. sl. Ákveðið var að funda í kjölfarið með viðkomandi aðila. Fundur var haldinn þann 6. janúar sl. Lagðar voru fram á fundinum upplýsingar er varðar þinglýsta kvöð á lóð Dagverðarnes 72.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að óveruleg breyting deiliskipulags svæðis 5 verði ekki samþykkt á grundvelli þinglýstrar kvaðar nr. 2450/04 á lóð Dagverðarness 72 fyrr en fyrirliggur samþykki allra lóðarhafa svæðis 5.
| ||
|
||
4
|
Hvammsskógur 28, bygg.mál – Mál nr. 1406004
| |
Afgreiðslu málsins var frestað á 84. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 11. nóv. 2014. Ákveðið var að kalla aðila til fundar sem gerðu athugasemd við grenndarkynningu óverulegrar breytingar deiliskipulags. Athugsemdin varðaði hæð frístundahúss. Fundur var haldinn þann 6. janúar 2015 með aðilum.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja ekki óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
| ||
|
||
5
|
Tillaga að landsskipulagsstefnu 2015-2026 – Mál nr. 1501001
| |
Tillaga að landskipulagsstefnu 2015-2026 til kynningar (sjá www.landsskipulag.is). Opinn fundur verður haldinn í Landnámssetrinu Borgarnesi þann 19. jan nk. kl. 15-17. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til 13. febrúar 2015.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að formaður nefndarinnar og skipulagsfulltrúi sæki kynningarfundinn í Borgarnesi. Skipulagsfulltrúa falið að taka saman minnisblað um málið fyrir næsta fund nefndarinnar.
| ||
|
||
6
|
Dagverðarnes, svæði 5, þinglýstar kvaðir – Mál nr. 1501005
| |
Í ljósi skipulagsbreytinga á svæði 5 í Dagverðarnesi samþykkti skipulags- og byggingarnefnd að leita álits og umsagnar Skipulagsstofnunar um meðferð þess háttar mála. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
| ||
|
||
7
|
Hvammsskógur, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1501006
| |
Óskað hefur verið ítrekað eftir skipulagsbreytingum er varðar hæð frístundahúsa og byggingu kjallara innan skipulagssvæðisins. Samkvæmt skipulagi er hæð frístundahúsa 6 m, mælt frá gólffleti og ekki er leyfður kjallari.
| ||
Skipulags- og byggingarnefndar leggur til við hreppsnefnd að breyta deiliskipulagi Hvammsskóga er varðar hæð frístundahúsa sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hámarkshæð frístundahúsa með kjallara verði 5,3 m mælt frá gólffleti fyrstu hæðar, en hús án kjallar 6 m mælt frá gólffleti fyrstu hæðar.
| ||
|
||
8
|
Hvammsskógur neðri, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1501007
| |
Óskað hefur verið ítrekað eftir skipulagsbreytingum er varðar hæð frístundahúsa og byggingu kjallara innan skipulagssvæðisins. Samkvæmt skipulagi er hæð frístundahúsa 6 m, mælt frá gólffleti og ekki er leyfður kjallari.
| ||
Skipulags- og byggingarnefndar leggur til við hreppsnefnd að breyta deiliskipulagi Hvammsskóga neðri er varðar hæð frístundahúsa sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hámarkshæð frístundahúsa með kjallara verði 5,3 m mælt frá gólffleti fyrstu hæðar, en hús án kjallar 6 m mælt frá gólffleti fyrstu hæðar.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
15:30.