Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur 85
Miðvikudaginn 9. september 2015 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir. Fundarritari var Birgitta Sigþórsdóttir.
Þetta gerðist:
| 
 Almenn mál 
 | ||
| 
 1   
 | 
 Skipulagsdagur 17. september n.k.     –     Mál nr. 1509003 
 | |
| 
 Boð á skipulagsdag Skipulagsstofnunar. Viðfangsefni dagsins eru vindorka, ferðamannastaðir og búsetumynstur. Síðasti skráningardagur er 10. sept. 
 | ||
| 
 Samþykkt að SÁ og ÁH fari. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 2   
 | 
 Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 24. og 25. sept. n.k.     –     Mál nr. 1509006 
 | |
| 
 Boð á ráðstefnu 
 | ||
| 
 Samþykkt að ÁH fari. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 3   
 | 
 Haustþing SSV     –     Mál nr. 1509007 
 | |
| 
 Boð á haustþing 
 | ||
| 
 Samþykkt að ÁH fari. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 4   
 | 
 Siðareglur kjörinna fulltrúa Skorradalshrepps     –     Mál nr. 1506001 
 | |
| 
 Seinni umræða. 
 | ||
| 
 Samþykktar. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 5   
 | 
 Tillaga um bann við lausagöngu sauðfjár í Skorradal.     –     Mál nr. 1509004 
 | |
| 
 Hreppsnefnd barst tillaga um að bann verði sett við lausagöngu sauðfjár í stórum hluta Skorradalshrepps. 
 | ||
| 
 Hreppsnefnd fellst ekki á tillöguna, máli sínu til stuðnings er vísað í 8 gr. laga um búfjárhald nr. 38/2013. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 6   
 | 
 Bréf frá Velferðarráðuneytinu v. móttöku flóttafólks.     –     Mál nr. 1509005 
 | |
| 
 Oddviti fer yfir málið. 
 | ||
| 
 Málið var rætt og lagt fram á fundinum. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 7   
 | 
 Fjallskilasamþykkt nr. 683/2015     –     Mál nr. 1508005 
 | |
| 
 Lögð fram ný fjallskilareglugerð fyrir sveitarfélögin Akraneskaupstað, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshrepp, nr. 683/2015 
 | ||
| 
 Lögð fram ný fjallskilareglugerð fyrir sveitarfélögin Akraneskaupstað, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshrepp, nr. 683/2015 og hefur hún tekið gildi. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 8   
 | 
 Viðbótarframlag vegna sérkennslu     –     Mál nr. 1508006 
 | |
| 
 Lagt fram erindi frá Grunnskóla Borgarfjarðar. 
 | ||
| 
 Samþykkt. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 9   
 | 
 Samningar vegna grunnskóla, leikskóla og fleira við Borgarbyggð     –     Mál nr. 1503005 
 | |
| 
 Oddviti fer yfir málin. 
 | ||
| 
 Oddvita falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.  
 | ||
| 
 | 
||
| 
 Fundargerðir til staðfestingar 
 | ||
| 
 10   
 | 
 Skipulags- og byggingarnefnd – 90     –     Mál nr. 1507002F 
 | |
| 
 Lögð fram fundargerð frá 14. júlí s.l. 
 | ||
| 
 Fundargerðin samþykkt í öllum 4 liðum. 
 | ||
| 
 10.1  
 | 
 1502001 – Dagverðarnes, deiliskipulag lóða 56 og 57, svæði 8 
 | |
| 
 10.2  
 | 
 1303002 – Erindi frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála. 
 | |
| 
 10.3  
 | 
 1501007 – Hvammsskógur neðri, deiliskipulagsbreyting 
 | |
| 
 10.4  
 | 
 1501006 – Hvammsskógur, deiliskipulagsbreyting 
 | |
| 
 | 
||
| 
 11   
 | 
 Skipulags- og byggingarnefnd – 91     –     Mál nr. 1509001F 
 | |
| 
 Lögð fram fundargerð frá 8. september s.l. 
 | ||
| 
 Fundargerð samþykkt í öllum 5 liðum. 
 | ||
| 
 11.1  
 | 
 1410004 – Breyting aðalskipulags, lóð Hvammskóga 18 og 20 í landi Hvamms 
 | |
| 
 11.2  
 | 
 1509001 – Girðingarmál 
 | |
| 
 11.3  
 | 
 1508001F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 32 
 | |
| 
 11.4  
 | 
 1503010 – Dagverðarnes 30, geymsla 
 | |
| 
 11.5  
 | 
 1505003 – Dagverðarnes 74a, bygg.mál 
 | |
| 
 11.6  
 | 
 1508002F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 33 
 | |
| 
 11.7  
 | 
 1508002 – Furuhvammur 7, bygg.mál 
 | |
| 
 11.8  
 | 
 1509008 – Veituframkvæmdir og fornleifar 
 | |
| 
 | 
||
| 
 Fundargerðir til kynningar 
 | ||
| 
 12   
 | 
 Stjórnarfundur nr. 119 hjá SSV þann 26.6.2015     –     Mál nr. 1509009 
 | |
| 
 Lögð fram 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 13   
 | 
 Fundargerð Faxaflóahafna nr. 134 frá 25. ágúst s.l.     –     Mál nr. 1508003 
 | |
| 
 Lögð fram. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 14   
 | 
 Fundargerð Faxaflóahafna nr. 135 frá 27. ágúst s.l.     –     Mál nr. 1508004 
 | |
| 
 Lögð fram. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 Skipulagsmál 
 | ||
| 
 15   
 | 
 Dagverðarnes, deiliskipulag lóða 56 og 57, svæði 8     –     Mál nr. 1502001 
 | |
| 
 Tillaga deiliskipulags Dagverðarness frístundalóða nr. 56 og 57 á svæði 8 var auglýst frá 20 maí til 1. júlí 2015 sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ein athugasemd barst á auglýsingar tíma.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að tekið verði tillit til innsendrar athugasemdar þannig að gerð verði sú breyting á auglýstri tillögu að gönguleið verði tryggð á milli lóðar 55 annars vegar og lóða 56 og 57 hinsvegar. Það er mat skipulags- og byggingarnefndar að ekki sé um grundvallar breytingu að ræða á auglýstri tillögu þannig að ekki sé þörf á að auglýsa hana á nýjan leik. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja tillögu deiliskipulags með ofangreindum breytingum sbr.3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m. s. br. 
 | ||
| 
 Hreppsnefnd samþykkir bókun skipulags- og byggingarnefndar. Hreppsnefnd leggur til að niðurstaða hreppsnefndar verði auglýst sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br., samþykkt deiliskipulag verði sent Skipulagsstofnun, aðila er athugasemd gerði verði send niðurstaða hreppsnefndar og birt auglýsing um samþykkt deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda sbr. 42. gr. sömu laga. Hreppsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að vinna málið áfram. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 16   
 | 
 Erindi frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála.     –     Mál nr. 1303002 
 | |
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd í ljósi úrskurðar Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 26/2013 að mótuð verði stefna um öryggishlið innan sveitarfélagsins. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að ekki verði heimiluð læst öryggishlið innan sveitarfélagsins, þar sem sveitarfélagið hefur sett upp öryggismyndavélar við allar aðkomuleiðir inn í sveitarfélagið. Það er einnig mat nefndarinnar að læst öryggishlið skerði aðgengi fólks að bæði vatni og fjalli og veiti falskt öryggi. 
 | ||
| 
 Ákveðið að fresta málinu þar til eftir næsta formannafund. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 17   
 | 
 Hvammsskógur neðri, deiliskipulagsbreyting     –     Mál nr. 1501007 
 | |
| 
 Tillaga breytingar deiliskipulags Hvammsskóga neðri var auglýst frá 20. maí til 1. júlí 2015 sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga m.s.br.. Tvær athugasemdir bárust á auglýsingartíma.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að ekki verði tekið tillit til innsendra athugasemda og auglýst tillaga samþykkt óbreytt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa niðurstöðu hreppsnefndar, senda Skipulagsstofnun samþykkta tillögu til yfirferðar og að því loknu að birta auglýsingu um samþykkt deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda. 
 | ||
| 
 Hreppsnefnd samþykkir bókun skipulags- og byggingarnefndar og leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að vinna málið áfram. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 18   
 | 
 Hvammsskógur, deiliskipulagsbreyting     –     Mál nr. 1501006 
 | |
| 
 Tillaga breytingar deiliskipulags Hvammsskóga var auglýst frá 20. maí til 1. júlí 2015 sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga m.s.br. Ein athugasemd barst á auglýsingartíma.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að ekki verði tekið tillit til innsendrar athugasemdar og auglýst tillaga samþykkt óbreytt sbr. 3. mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa niðurstöðu hreppsnefndar, senda Skipulagsstofnun samþykkta tillögu til yfirferðar og að því loknu að birta auglýsingu um samþykkt deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda. 
 | ||
| 
 Hreppsnefnd samþykkir bókun skipulags- og byggingarnefndar og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 19   
 | 
 Fornleifaskráning í Skorradal     –     Mál nr. 1411012 
 | |
| 
 Skipulagsfulltrúi óskaði tilboða í aðalskráningu fornleifa í sveitarfélaginu. Útboðsgögn voru send á fjóra aðila. Tilboðsfrestur rann út þann 21. ágúst 2015. Tilboð barst frá einum aðila. 
 | ||
| 
 Hreppsnefnd leggur til að tilboðsfrestur verði framlengdur fram til 22. sept. nk. og leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að vinna málið áfram. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 20   
 | 
 Breyting aðalskipulags, lóð Hvammskóga 18 og 20 í landi Hvamms     –     Mál nr. 1410004 
 | |
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að tillaga breytingar aðalskipulags verði auglýst sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar sbr. 3. mgr. 30. gr. sömu laga. 
 | ||
| 
 Hreppsnefnd samþykkir bókun skipulags- og byggingarnefndar og leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að vinna málið áfram. 
 | ||
| 
 | 
||
Fleira gerðist ekki. 
Fundi slitið kl. 
23:40.
