83 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
83. fundur

Fimmtudaginn 9. október 2014 kl. 11:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sæmundur Víglundsson, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Jón Friðrik Snorrason.

Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Meðmæli með umsókn Ungmennafélags Íslendings til framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. – Mál nr. 1410003

Ungmennafélag Íslendingur er að undirbúa styrkumsókn til framkvæmdasjóðs ferðamannastaða og óskar meðmæla Skorradalshrepps með umsókninni.

Skipulags- og byggingarnefnd telur það jákvætt skref í uppbyggingu hreppslaugar að umhverfi laugarinnar sé deiliskipulagt og lóð Ungmennafélags Íslendings sé afmörkuð og aðkoma skilgreind. Nefndi telur mjög brýnt að deiliskipulag sé gert í fullri sátt við landeigendur Efri Hrepps.

Fundargerðir til staðfestingar

2

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 27 – Mál nr. 1409003F

Fundargerð lögð fram og samþykkt

2.1

1409009 – Vatnse.hlíð 143, bygg.mál

3

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 28 – Mál nr. 1410001F

Fundargerð lögð fram og samþykkt

3.1

1209010 – Neðri-Hreppur, umsókn um byggingar,l, viðbygging

3.2

1010003 – Dagverðarnes 113, geymsla

Byggingarleyfismál

4

Neðri – Hreppur 1, bygg. og lóðamál – Mál nr. 1410002

Björn H Einarsson kt. 230173-4359 og Ástríður Guðmundsdóttir, kt. 1404762939, landeigendur ladnsins Neðri-Hreppur, landnr. 134090, óska eftir að stofna lóð, 51.7 ha, innan jarðarinnar,skv. meðfylgjandi gögnum frá Ómari Péturssyni kt.

Umsókn um stofnun lóðar samþykkt.

5

Neðri-Hreppur, umsókn um byggingar,l, viðbygging – Mál nr. 1209010

Ómar Pétursson sækir um, f.h. landeigenda, að byggja sambyggt hesthús og reiðaðstöðu ásamt gestaíbúð á efri hæð hússins skv. teikningum frá Ómari Péturssyni, kt. 050571-5569. Birt flatarmál hússins er 1634.8 m2. Á afgreiðslufundi byggingafulltrúa voru byggingaráformin samþykkt með fyrirvara um samþykki Skipulags- og bygginganefndar.

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir byggingaráformin.

Skipulagsmál

6

Aðalskipulags Skorradalshrepps – Mál nr. 1409002

Á 75. fundi hreppsnefndar var því vísað til skipulags-og byggingarnefndar að veita umsögn um það hvort að Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 þarfnist endurskoðunar. Samanber 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á sveitarstjórn að meta að loknum sveitarstjórnarkostningum hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins. Niðurstöðu sveitarstjórnar ber að tilkynna til Skipulagsstofnunar innan tólf mánaða frá sveitarstjórnarkostningum.

Staðfesting ráðherra á aðalskipulagi Skorradalshrepp 2010-2022 lág fyrir þann 15. okt. 2013. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd, í ljósi ungs aldurs aðalskipulagsins, að ekki verði farið í endurskoðun þess.

7

Lambaás 4-deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1309001

Á 82. fundi skipulags- og byggingarnefndar var málinu frestað þar til fyrir lægi umsókn um stofnun nýrrar fasteignar hjá Þjóðskrá Íslands -eyðublað F550 og skilað inn veðbókavottorði.

Skipulags- og byggingarnefnd frestar málinu og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

8

Stóra-Drageyri, Nýtt deiliskipulag fyrir núverandi frístundabyggð. – Mál nr. 1202001

Á 63. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 8. febrúar 2012 var deiliskipulagstillaga lögð fram og og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samvinnu við umsækjanda.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að deiliskipulag taki til alls svæði frístundabyggðar Stóru Drageyrar sbr. aðalskipulag. Framkvæma þarf fornleifaskráningu og leggja fram umsögn Vegagerðar um vegtengingar svæðisins. Gera þarf grein fyrir landamerkjum við Haga og lóð Skátafélags Akranes. Málinu frestað þar til umrædd gögn liggja fyrir.

9

Könnun um landnotkun í dreifbýli – Mál nr. 1405003

Á 81. fundi skipulags- og byggingarnefndar var málinu frestað og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Könnun um landnotkun í dreifbýli lögð fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falið að senda hana inn til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

10

Breyting aðalskipulags, lóð Hvammskóga 18 og 20 í landi Hvamms – Mál nr. 1410004

Óskað er eftir breytingu aðalskipulags lóð Hvammsskóga 18 og 20 í landi Hvamms í eina íbúðarlóð.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila breytingu aðalskipulags sbr.2. mgr. 36.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

11

Hvammsskógur 18 og 20, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1409010

Lóðarhafi lóða Hvammskóga 18 og 20 óskar eftir sameiningu lóða og breyttri notkun á lóð. Um er að ræða að breyta frístundalóð í íbúðarlóð. Óskað er eftir að heimilt verði að byggja 200 m2 íbúðarhús m/lagnakjallara, gestahús allt að 100 m2, bílgeymslu allt að 75 m2 og bátaskýli allt að 75 m2.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að heimila breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 íbúðarhúss, gestahúss og bílgeymslu að undangenginni breytingu aðalskipulags og breyting deiliskipulags grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Hvammsskóga 15, 17, 18, 19 og 22.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

14:15.