8 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps

Miðvikudaginn 26. maí 2010 kl. 16:15, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, S. Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson og K. Hulda Guðmundsdóttir.

Fundarritari var Fjóla Benediktsdóttir, varaoddviti.

Guðrún Guðmundsdóttir var í símasambandi á fundinum.

Þetta gerðist:

Almenn erindi

1

Sveitarstjórnakosningar 29. maí 2010 – kjörskrá – Mál nr. 1005001

Lögð fram kjörskrá vegna komandi sveitarstjórnarkosningar. Á kjörskrá eru 42.

Kjörskrá samþykkt og oddvita falið að undirrita hana.

Þar sem þetta er lokafundur hreppsnefndarinnar á þessu kjörtímabili þá þakkaði oddviti fyrir samstarfið á tímabilinu.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

16:30.