Búfjáreftirlitsnefnd á svæði 5, fundur nr. 8
Fundargerð
17. febrúar 2010
Fundur búfjáreftirlitsnefndar á svæði 5 haldinn í Hyrnunni, Borgarnesi þann 17. febrúar 2010. Mættir eru: G uðmundur Sigurðsson og Sigrún Ólafsdóttir fyrir hönd Borgarbyggðar og Pétur Davíðsson fyrir hönd Skorradalshrepps.
-
Samningur við Búnaðarsamtök Vesturlands um búfjáreftirlit 2009-10. Gildir hann í eitt ár. Hækkar tímagjald en er efnislega óbreyttur frá fyrir samningi. Er búið að vera sama tímagjald síðan 2007. Samningur er samþykktur og formanni heimilað að undirrita hann.
-
Guðmundur fór yfir framkvæmd búfjáreftirlits vegna liðins árs og núverandi tímabil. Hafði upplýsingar frá Sigríði Jóhannesdóttur, framkvæmdarstjóra Búnaðarsamtakanna.
-
Gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit. Umræða var um gjaldskrá og breytingatillögur á henni. Samþykkt að fela Guðmundi að hafa samband við lögfræðing landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins. Málið frestað til næsta fundar.
Ekki fleira gert og fundi slitið.
Pétur Davíðsson, ritari