Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
78. fundur
Þriðjudaginn 11. mars 2014 kl. 13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
Þetta gerðist:
| 
 Almenn mál 
 | ||
| 
 1   
 | 
 Úttekt á bátaskýlum við Skorradalsvatn.     –     Mál nr. 1403004 
 | |
| 
 Samkvæmt nýlega samþykktu Aðalskipulagi Skorradalshrepps skal vinna úttekt á stöðu bátaskýla við Skorradalsvatn áður en stefnumörkun verður gerð. 
 | ||
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúi vinni breytingu aðalskipulags er varðar stefnumörkun bátaskýla. Breytingin felur í sér að heimila byggingu bátaskýla 50 m frá vatni og fallið verði frá úttekt á núverandi stöðu bátaskýla og lagt til að landeigendur skilgreini sameiginleg svæði til uppbyggingar bátaskýla fyrir lóðarhafa á jörðum sínum. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 Skipulagsmál 
 | ||
| 
 2   
 | 
 Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala     –     Mál nr. 1402009 
 | |
| 
 Málin rædd og samþykkt að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum. 
 | ||
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að skipulagsfulltrúi boði landeigendur til næsta fundar nefndarinnar. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 3   
 | 
 Hvammsskógur 22, 24 og 26, deiliskipulagsbreyting     –     Mál nr. 1402003 
 | |
| 
 Sótt er um deiliskipulagsbreytingu lóðanna Hvammsskóga 22 og 24. Breytingin varðar sameiningu lóða, lóðar 22 og hálfrar lóðar 24, stækkun byggingarreitar, mænisstefnu, legu heimreiða, byggingarmagn á lóð, byggingarreit fyrir bátaskýli við Skorradalsvatn og fjórar aðskildar byggingar á sameinaðri lóð. 
 | ||
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að óveruleg breyting deiliskipulags nái til lóða 22, 24 og 26 við Hvammsskóga og hún grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010 m.s.br. fyrir lóðarhöfum Hvammsskóga 19, 20, 21, 23, 25, 28 og landeiganda. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar ósk um byggingareit bátaskýlis og fjórðu byggingar á sameinaðri lóð 22 og 24 sbr. aðalskipulag Skorradalshrepps. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 4   
 | 
 Deiliskipulag bátaskýla í landi Indriðastaða     –     Mál nr. 1402006 
 | |
| 
 Skipulag Stráksmýrar var samþykkt af hreppsnefnd þann 16. febrúar 2000. Niðurstaða hreppsnefndar var ekki auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og öðlaðist skipulagið því ekki gildi. Skipulagssvæðinu var skipt upp í tvö svæði annars vegar svæði fyrir bátaskýli og hins vegar götunnar Stráksmýri. Tvö bátaskýlalengjur eru byggð á svæðinu. 
 | ||
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að tillaga deiliskipulags verði auglýst sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 5   
 | 
 Kynningafundur vegna Landskipulagstefnu 2015-2026     –     Mál nr. 1402008 
 | |
| 
 Kynningar- og samráðsfundur var haldinn í Borgarnesi 27. febrúar sl. Skipulagsfulltrúi mætti á fundinn ásamt oddvita sveitarfélagsins. 
 | ||
| 
 Skipulagsfulltrúi kynnti máli. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 Önnur mál 
 | ||
| 
 6   
 | 
 Grenndargámar við Mófellsstaði     –     Mál nr. 1303005 
 | |
| 
 Skipulagsfulltrúa var falið að leita álits landeigenda Grundar um staðsetningu gámasvæðis á þeirra landi sbr. 74. fund skipulags- og byggLingarnefndar. Skipulagsfulltrúi fór og hitti landeiganda og skoðaði aðstæður. 
 | ||
| 
 Landeigendur Grundar telja að staðsetning henti ekki gagnvart vindálagi og þörf er á miklum jarðvegsskiptum á umræddu svæði. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að grenndargámar við Mófelsstaði þar áfram, en skipulagsfulltrúa falið að koma með tillögu að hönnun svæðisins. PD sat hjá við afgreiðslu málsins. 
 | ||
| 
 | 
||
Fleira gerðist ekki. 
Fundi slitið kl. 
17:30.
