Hreppsnefnd Skorradalshrepps
nr. 78
Miðvikudaginn 10. desember 2014 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.
Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:
| 
 Almenn mál 
 | ||
| 
 1   
 | 
 Ákvörðun útsvarspróentu fyrir árið 2015     –     Mál nr. 1412001 
 | |
| 
 Tillaga frá oddvita um óbreytta útsvarsprósentu 12,44%. 
 | ||
| 
 Samþykkt. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 2   
 | 
 Húsnæðismál sveitarfélagsins.     –     Mál nr. 1407006 
 | |
| 
 Lagður fram húsaleigusamningur við Borgarland ehf. um skrifstofuhúsnæði fyrir sveitarfélagið. 
 | ||
| 
 Samningurinn samþykkt. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 3   
 | 
 Launamál kjörinna fulltrúa sveitarfélagins.     –     Mál nr. 1412002 
 | |
| 
 Tillaga lögð fram frá oddvita. 
 | ||
| 
 Málið rætt, afgreiðslu frestað. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 4   
 | 
 Starfsmannamál     –     Mál nr. 1409003 
 | |
| 
 Starfsmannamál, niðurstaða starfsmannaviðtala 
 | ||
| 
 Oddvita falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 5   
 | 
 Samstarf um íþrótta- og æskulýðsmál.     –     Mál nr. 1409012 
 | |
| 
 PD og JEE lögðu fram tillögu UMSB að samstarfssamningi. 
 | ||
| 
 PD og JEE falið að halda áfram viðræðum. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 6   
 | 
 Erindi frá stjórn sumarhúsaeiganda í Fitjahlíð.     –     Mál nr. 1411018 
 | |
| 
 Lagt fram bréf vegna snjómoksturs 2015. 
 | ||
| 
 Oddvita falið að ræða við Vegagerðina. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 7   
 | 
 Gæðastjórnunarkerfi fyrir byggingafulltrúa     –     Mál nr. 1411020 
 | |
| 
 Lagt fram erindi. 
 | ||
| 
 Samþykkt að kaupa kerfið. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 8   
 | 
 Erindi frá landeigendum Fitja.     –     Mál nr. 1411017 
 | |
| 
 Lagt fram bréf vegna snjómoksturs 2015 
 | ||
| 
 Oddvita falið að ræða við Vegagerðina. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 9   
 | 
 Umsókn um styrk frá Umf. Íslendingi.     –     Mál nr. 1412004 
 | |
| 
 Lagt fram bréf frá formanni Umf. Íslendings. 
 | ||
| 
 Samþykkt að boða stjórn Umf. Íslendings á næsta fund hreppsnefndar. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 10   
 | 
 Framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.     –     Mál nr. 1311006 
 | |
| 
 Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 11   
 | 
 Stuðningur við Snorraverkefnið 2015     –     Mál nr. 1411019 
 | |
| 
 Lagt fram bréf. 
 | ||
| 
 Ekki hægt að verða við erindinu. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 12   
 | 
 Viljayfirlýsing um stofnun samstarfs og uppbyggingu á Grundartanga.     –     Mál nr. 1410009 
 | |
| 
 Lögð fram undirrituð viljayfirlýsing. 
 | ||
| 
 Yfirlýsing staðfest. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 Fundargerðir til staðfestingar 
 | ||
| 
 13   
 | 
 Skipulags- og byggingarnefnd – 85     –     Mál nr. 1411003F 
 | |
| 
 Lögð fram fundargerð frá 25. nóvember s.l. 
 | ||
| 
 Fundargerðin samþykkt í báðum liðum. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 Skipulagsmál 
 | ||
| 
 14   
 | 
 Indriðastaðaland Ósland, stofnun lóðar     –     Mál nr. 1410012 
 | |
| 
 Á 85. fundi skipulags- og byggingarnefndar var lagt til við hreppsnefnd að heimila stofnun lóðar í Indriðastaðalandi Ósland, landnr. 198349 fyrir 77 m2 fjarskiptalóð. Samþykki Orkuveitu Reykjavíkur, landeiganda Indriðastaða og Vegagerðarinnar liggur fyrir. 
 | ||
| 
 Hreppsnefnd samþykkir stofnun fjarskiptalóðar í Indriðastaðalandi Ósland, landnr. 198349 og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 15   
 | 
 Vodafone, Ósland, bygg.mál     –     Mál nr. 1410001 
 | |
| 
 Á 85. fundi skipulags- og byggingarnefndar var lagt til við hreppsnefnd að heimila grenndarkynningu sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Orkuveita Reykjavíkur, landeigandi Indriðastaða og Vegagerðin hafa lýst skriflega yfir með áritun á kynningargögn samþykki sitt og er ofangreindri grenndarkynningu því lokið. 
 | ||
| 
 Hreppsnefnd samþykkir veitingu byggingarleyfis og leggur til að byggingarfulltrúi vinni málið áfram. Byggingafulltrúa einnig falið að skoða hvort það þurfi ekki að auðkenna mastrið í tengslum við öryggislendingarstað sem er í aðalskipulaginu. 
 | ||
| 
 | 
||
Fleira gerðist ekki. 
Fundi slitið kl. 
00:35.
