Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
77. fundur
Þriðjudaginn 25. febrúar 2014 kl. 14:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, K. Hulda Guðmundsdóttir, Sæmundur Víglundsson og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.
Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
Þetta gerðist:
| 
 Almenn mál 
 | ||
| 
 1   
 | 
 Boð um þátttöku í samráðsvettvangi vegna mótunar landsskipulagsstefnu 2015-2026     –     Mál nr. 1402004 
 | |
| 
 Bréf frá Skipulagsstofnun þar sem boðin er þátttaka í samráðsvettvangi vegna mótunar landsskipulagsstefnu 2015-2026. 
 | ||
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að skipulagsfulltrúi taki þátt í samráðsvettvangi vegna mótunar landsskipulagsstefnu 2015-2026 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 2   
 | 
 Skipulag byggðar og mótun umhverfis. Hvernig getur þú haft áhrif?     –     Mál nr. 1402005 
 | |
| 
 Bréf frá Skipulagsstofnun varðandi skipulag byggðar og mótun umhverfis. hvernig getur þú haft áhrif? 
 | ||
| 
 Erindi lagt fram 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 3   
 | 
 Skipulagsfulltrúar sem skráðir eru hjá Skipulagsstofnun í desember 2013     –     Mál nr. 1401001 
 | |
| 
 Bréf frá Skipulagsstofnun varðandi skipulagsfulltrúa sem skráðir eru hjá Skipulagsstofnun í desember 2013 
 | ||
| 
 Erindi lagt fram 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 4   
 | 
 Kynningafundur vegna Landskipulagstefnu 2015-2026     –     Mál nr. 1402008 
 | |
| 
 Kynning á Lýsingu Landsskipulagsstefnu 2015-2026 verður haldin í Borgarnesi 27. febrúar nk. kl. 14-16 að Bjarnarbraut 8. 
 | ||
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að að skipulagsfulltrúi fari á kynningu vegna lýsingar á Landsskipulagsstefnu 2015-2026. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 Fundargerðir til staðfestingar 
 | ||
| 
 5   
 | 
 Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 24     –     Mál nr. 1402005F 
 | |
| 
 Fundargerð lögð fram 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 Byggingarleyfismál 
 | ||
| 
 6   
 | 
 Indriðastaðir 4, umsókn um bygg.gestahúss     –     Mál nr. 1303001 
 | |
| 
 Á 24. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa var umsókn um byggingarleyfi tekið fyrir og vísað til skipulags- og byggingarnefndar. Byggingaráform skv. umsókn kveða á um 35,2 m2 gestahús. Um er að ræða þegar byggt hverfi og deiliskipulag ekki í gildi fyrir svæðið. Byggingaráform samræmast stefnumörkun aðalskipulags. 
 | ||
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að grenndarkynna byggingarleyfi sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2014 fyrir lóðarhöfum Indriðastaða 3, 5 og landeiganda. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 7   
 | 
 Fitjahlíð 51.     –     Mál nr. 1202002 
 | |
| 
 Bréf frá Sigurði T. Magnússyni f.h. Þorsteins Marinóssonar vegna Fitjahlíðar 51 í landi Fitja 
 | ||
| 
 Erindi lagt fram. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að unnin verði tillaga deiliskipulags lóða nr. 47, 49, 51A, 51, 53, 54, 56, 58, 60 og 62. Stefnt skal að því að tillaga deiliskipulags liggi fyrir í lok mars. Skipulagsfulltrúa falið að svara erindi Sigurðar T. Magnússonar. 
 
KHG sat hjá við afgreiðslu málsins.  | ||
| 
 | 
||
| 
 8   
 | 
 Stóra-Drageyri 5, umsókn um byggingarleyfi     –     Mál nr. SK080066 
 | |
| 
 Þór Magnússon, kt:181137-2239, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu, 8,5 m2, við núverandi frístundarhús á lóðinni Stóra-Drageyri 5,skv. teikningum, dags: 22.12.2013 frá JeES arkitektar, Jón Stefán Einarsson, kt: 270976-3609.
 
Afgreiðslu vísað til Skipulags- og byggingarnefndar þar sem ekki er í gildi skipulag fyrir þetta svæði.  | ||
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að grenndarkynna byggingarleyfi sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2014 fyrir lóðarhöfum Stóru-Drageyra 3, 4, 6 og landeiganda. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 Skipulagsmál 
 | ||
| 
 9   
 | 
 Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala     –     Mál nr. 1402009 
 | |
| 
 Í framhaldi af máli Fitjahlíðar 51 sbr. málsnr. 1202002 
 | ||
| 
 Skipulagsfulltrúa falið að vinna kostnaðaráætlun vegna vinnu deiliskipulags lóða í Fitjahlíð nr. 47, 49, 51A, 51, 53, 54, 56, 58, 60 og 62. 
 
KHG sat hjá við afgreiðslu málsins.  | ||
| 
 | 
||
Fleira gerðist ekki. 
Fundi slitið kl. 
16:20.
