77 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
77.fundur

Miðvikudaginn 12. nóvember 2014 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Viljayfirlýsing um stofnun samstarfs og uppbyggingu á Grundartanga. – Mál nr. 1410009

Erindi frá SSV.

Hreppsnefnd samþykkir að standa að yfirlýsingunni.

2

Starfsmannamál – Mál nr. 1409003

Farið yfir umsóknir.

Oddviti lagði fram umsóknir. 7 umsóknir hafa borist. Samþykkt að fela oddvita, JEE og SGÞ að ræða við umsækjendur.

3

Birkimói 1, athugasemdir – Mál nr. 1211017

Erindi frá kaupanda Birkimóa 1.

Samþykkt að hafna óskum bréfritara.

4

Endurgerð gróðurkorts af Skorradal – Mál nr. 1403009

ÁH sagði frá afhendingu gróðurkortsins sem fór fram í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar.

5

Fjárhagsáætlun 2015 – Mál nr. 1411005

Fjárhagsáætlun lögð fram til fyrri umræðu.

Farið var yfir fjárhagsáætlun, fyrri umræðu frestað.

6

Markavörður Borgarfjarðarsýslu, ráðning nýs markavarðar. – Mál nr. 1410010

Erindi frá Borgarbyggð.

Oddvita falið að ræða við fulltrúa Borgarbyggð í samræmi umræður fundarins.

7

Óskað er umsagnar er varðar mál nr. 14,157,214,17,257,26, 27 og 33 frá nefndum Alþingis. – Mál nr. 1411003

Lagt fram

8

Vatnshorn – Mál nr. 1211010

Lagt fram verðmat Inga Tryggvasonar hrl.

Farið yfir málin. Hreppsnefnd er sammála um að gera gagntilboð. Oddvita falið að vinna málið áfram.

9

Vegamál í Skorradal – Mál nr. 1409004

ÁH fór yfir stöðu vegmála.

10

Erindi frá Birgittu Birgisdóttir, Birkimóa 1 – Mál nr. 1411004

Lagt fram.

Ekki hægt verða við erindinu.

11

Ársfundur Umhverfisstofnunar 2014 – Mál nr. 1410011

ÁH fór yfir fundinn sem haldinn var 6. nóvember s.l. á Hvolsvelli.

12

Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands. – Mál nr. 1411007

Lögð fram fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir 2015 ásamt bréfi og fundargerð stjórnarfundar frá 3. nóvember s.l.

Hreppsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlitsins fyrir árið 2015.

13

Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn – Mál nr. 1411008

Erindi frá SSV.

Lagt fram.

14

Sorpmál – Mál nr. 1411009

Erindi frá Akraneskaupsstað varðandi hugsanlegt sameiginlegt sorpútboð 2015.

Hreppsnefnd mælir með að núverandi samningur verði framlengdur um eitt ár.

15

Flutning Samgöngustofu – Mál nr. 1410011

ÁH sagði frá boði í tengslum við flutning Samgöngustofu í nýtt hús.

16

Skönnun teikninga hjá embættum skipulags- og byggingafulltrúa. – Mál nr. 1411010

Lögð fram tilboð um skanna.

Skipulagsfulltrúa falið að leita fleiri tilboða. Afgreiðslu frestað.

17

Skil á skýrslum um refa-og minkaveiða á veiðiárinu 2013/2014 – Mál nr. 1411011

Drepnir voru 26 refir og 94 minkar

Lagt fram.

18

Áætlun til þriggja ára um refaveiðar. – Mál nr. 1404005

Lagður fram samningur á milli Umhverfisstofnunar og Skorradalshrepps um refaveiðar til næstu þriggja ára.

Oddvita falið að undirrita samninginn.

19

Fornleifaskráning í Skorradal – Mál nr. 1411012

Staða fornleifaskráningar í sveitarfélaginu.

Staðan rædd og oddvita og skipulagsfulltrúa falið að skoða málið í samræmi við umræður á fundinum. Málinu frestað.

Fundargerðir til staðfestingar

20

Skipulags- og byggingarnefnd – 84 – Mál nr. 1411001F

Lögð fram fundargerð frá 11. nóvember s.l.

Fundargerðin samþykkt í öllum 7 liðum.

Fundargerðir til kynningar

21

112. stjórnarfundur SSV. – Mál nr. 1411006

Lögð fram fundargerð 112. stjórnarfundar.

Skipulagsmál

22

Dagverðarnes 72-breyting deiliskipulags – Mál nr. 1311002

Á 84. fundi skipulags- og byggingarnefndar var afgreiðslu frestað þar sem erindi barst til oddvita vegna grenndarkynningar óverulegrar breytingar deiliskipulags Dagverðarnes 72 þar sem óskað er gagna.

Hreppsnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara bréfritara og gefa honum í framhaldi viðbótarfrest um eina viku til að gera athugasemda.

SGÞ vék af fundi við afgreiðslu málsins.

23

Hvammsskógur 18 og 20, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1409010

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar heimild fyrir byggingu íbúðarhúss, gestahúss, bílgeymslu og geymslu að undangenginni breytingu aðalskipulags. Óveruleg breyting deiliskipulags skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Hvammsskóga 15, 17, 18, 19, 22 og landeiganda Hvamms.

Hreppsnefnd samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

24

Lambaás 4-deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1309001

Skipulags- og byggingarnefnda leggur til við hreppsnefnd að grenndarkynna óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal fyrir Lambaási 1, 2b, 3, 6, 10, Skógarási 1, 5 og 7 og landeiganda Indriðastaða.

Hreppsnefnd samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

25

Kerfisáætlun 2014-2023 – Mál nr. 1411002

Kerfisáætlun 2014-2023 lögð fram.

26

Stóra-Drageyri, Nýtt deiliskipulag fyrir núverandi frístundabyggð. – Mál nr. 1202001

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að erindi Magnúsar A. Sigurðssonar, Minjavarðar Vesturlands, dags. 31. okt. 2014 verði lagt fram fyrir hreppsnefnd.

Lagt fram.

27

Fitjahlíð 33A, byggingarmál – Mál nr. 1210006

Umsókn um byggingarleyfi var grenndarkynnt frá 26. ágúst til 23. september 2014 fyrir grönnum sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust á grenndarkynningartíma.

Hreppsnefnd samþykkir að veitt verði byggingarleyfi og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

23:40.