Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
75. fundur
Þriðjudaginn 10. september 2013 kl. 11:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
Þetta gerðist:
Fundargerðir til staðfestingar
| ||
1
|
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 20 – Mál nr. 1307001F
| |
Fundargerð lögð fram
| ||
|
||
2
|
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 21 – Mál nr. 1308002F
| |
Fundargerð lögð fram
| ||
|
||
3
|
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 22 – Mál nr. 1309002F
| |
Fundargerð lögð fram
| ||
|
||
Byggingarleyfismál
| ||
4
|
Öryggismyndavéla, umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 1309003
| |
Sveitarfélagið sækir um byggingarleyfi fyrir uppsetningu 4 öryggismyndavéla við aðkomuvegi inn í sveitarfélagið. Samþykki viðeigandi landeigenda og Vegagerðar liggur fyrir.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir veitingu byggingarleyfis sbr. 3. mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar vinnslusamningur um vöktun milli lögreglustjóra og Skorradalshrepps liggur fyrir sbr. 13. gr. laga nr. 77/2000.
| ||
|
||
5
|
Vatnsendahlíð 15, bygg.mál – Mál nr. 1308002
| |
Sótt er um byggingarleyfi fyrir stækkun á núverandi frístundahúsi sem er 50,7 m2 að stærð. Um er að ræða stækkun um 35,2 m2. Lóðin er 3.312 m2 að stærð.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að auglýsa óverulega breytingu sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010 og grenndarkynna hana fyrir lóðarhöfum 12, 13, 17, 25, 18, 20 og landeiganda Vatnsenda.
| ||
|
||
6
|
Indriðastaðir 24, byggingarmál – Mál nr. BF040079
| |
Sótt er um byggingarleyfi fyrir stækkun á núverandi frístundahúsi sem er 44,7 m2. Á lóðinni er einnig geymsla 8,6 m2 að stærð. Um er að ræða stækkun um 50,9 m2. Ekkert deiliskipulag er í gildi. Lóðin er 2.800 m2. Byggingaráform samræmast stefnumörkun aðalskipulags.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna byggingaráform sbr. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum á lóðum nr. 22, 23, 25, 32, 31 og landeiganda Indriðastaða þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
| ||
|
||
Skipulagsmál
| ||
7
|
Tilkynning frá Skipulagsstofnun um gildi deiliskipulaga. – Mál nr. 1211006
| |
Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun.
| ||
|
||
8
|
Hvammsskógur neðri, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1012003
| |
Deiliskipulagsbreyting var samþykkt í hreppsnefnd þann 9. nóv 2011 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 31. maí 2012. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála komst að þeirri niðurstöðu þann 25. október 2012 að birta skal auglýsingu um gildistöku deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda innan þriggja mánaða frá endanlegri afgreiðslu sveitarstjórnar á tillögunni.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst aftur. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið.
| ||
|
||
9
|
Lambaás 4-deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1309001
| |
Óskað er eftir að skipta upp lóð Lambaás 4 upp í tvær lóðir. Lóðin er 8.009 fm að stærð. Eftir breytingu yrðu lóðirnar rétt rúmlega 4000 fm.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd hafnar beiðninni þar sem hún samræmist ekki aðalskipulagi Skorradalshrepps um lágmarksstærðir lóða.
| ||
|
||
10
|
Erindi frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála. – Mál nr. 1303002
| |
Borist hefur kæra nr. 42/2013 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála. Skipulagsfulltrúi sendi Úrskurðarnefnd umbeðin gögn þann 2. júlí sl.
| ||
Nefndin samþykkir útsend gögn til Úrskurðarnefndar
| ||
|
||
Framkvæmdarleyfi
| ||
11
|
Framkvæmdaleyfi, endurnýjun hitaveitulagnar, Indriðastaðir, Litla Drageyri – Mál nr. 1308003
| |
Sótt er um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar á hitaveitulögn í landi Indriðastaða og Litlu Drageyrar. Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins. Byggingarleyfi dæluhús liggur ekki fyrir.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja að veita framkvæmdaleyfi sbr. 3. mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar samþykki landeiganda á Indriðastöðum, Litlu Drageyrar, Djúpalækjarmýrar, Djúpalækjareyrar, Vegagerðar og Rarik liggur fyrir.
| ||
|
||
Fyrispurn
| ||
12
|
Beiðni um lykiltölur úr aðalskipulagi – Mál nr. 1306001
| |
Erindi lagt fram frá Skipulagsstofnun dags. 13. júní 2013.
| ||
Skipulagsfulltrúa falið að taka saman lykiltölur úr aðalskipulagi og senda Skipulagsstofnun.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
13:40.