Hreppsnefnd Skorradalshrepps
75.fundur
Þriðjudaginn 9. september 2014 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.
Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:
|
Almenn mál
| ||
|
1
|
Framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. – Mál nr. 1311006
| |
|
Skýrsla HLH ehf. á atriðum er varðar fjárhagsmál í Skorradalshreppi.
| ||
|
Skýrslan rætt og samþykkt að fara yfir hana fyrir næsta fund.
| ||
|
|
||
|
2
|
Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins. – Mál nr. 1309004
| |
|
Lagðar fram til seinni umræðu.
| ||
|
Farið var yfir þær. Samþykktar samhljóða.
| ||
|
|
||
|
3
|
Umsókn í styrkvegasjóð Vegargerðarinnar fyrir árið 2014. – Mál nr. 1403003
| |
|
Ráðstöfun styrkvegafjár.
| ||
|
Farið yfir tilboð sem borist hafa. Oddvita heimilað að ganga til samninga við Pétur Óla Pétursson fyrir hönd IB bíla ehf.
| ||
|
|
||
|
4
|
Vegamál í Skorradal – Mál nr. 1409004
| |
|
Oddviti lagði fram að tveimur bréfum til Vegamálastjóra.
| ||
|
Bréfin samþykkt og oddvita falið að vinna málið áfram.
| ||
|
|
||
|
5
|
Húsnæðismál sveitarfélagsins. – Mál nr. 1407006
| |
|
ÁH fór yfir málið.
| ||
|
Oddvita falið að ganga til samninga við Borgarland ehf.
| ||
|
|
||
|
6
|
Starfsmannamál – Mál nr. 1409003
| |
|
Oddvita falið að vinna í málinu í samræmi við umræður á fundinum. Málinu frestað.
| ||
|
|
||
|
7
|
Aðalskipulags Skorradalshrepps – Mál nr. 1409002
| |
|
Í upphafi nýs kjörtímabils skal sveitarstjórn meta það hvort aðalskipulag sveitarfélagsins þarfnist endurskoðunar.
| ||
|
Óskað er umsagnar skipulagsnefndar. Málinu frestað.
| ||
|
|
||
|
8
|
Ljósleiðarakerfi Skorradalshrepps – Mál nr. 1204014
| |
|
Staða málsins.
| ||
|
PD fór yfir málið.
| ||
|
|
||
|
Fundargerðir til staðfestingar
| ||
|
9
|
Skipulags- og byggingarnefnd – 82 – Mál nr. 1409001F
| |
|
Lögð fram fundargerð frá því fyrr í dag, 9. september.
| ||
|
Fundargerðin samþykkt í öllum 8 liðum.
| ||
|
|
||
|
Fundargerðir til kynningar
| ||
|
10
|
Hreppsnefnd – 74 – Mál nr. 1408001F
| |
|
Lögð fram fundargerð frá 26. ágúst s.l.
| ||
|
|
||
|
Skipulagsmál
| ||
|
11
|
Hvammsskógur 22, 24 og 26, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1402003
| |
|
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við hreppsnefnd á 82. fundi sínum að gerðar verði breytingar á grenndarkynntri tillögu óverulegrar breytingar deiliskipulags og þeim sem tjáðu sig um hana tilkynnt niðurstaða hreppsnefndar. Einnig skuli birt auglýsing um samþykkt deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda. Formaður nefndarinnar gerði hreppsnefnd grein fyrir umræddum breytingum á grenndarkynntri tillögu.
| ||
|
Hreppsnefnd samþykkir bókun skipulags- og byggingarnefndar og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
| ||
|
|
||
|
12
|
Hvammsskógur 28, bygg.mál – Mál nr. 1406004
| |
|
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til á 82. fundi sínum við hreppsnefnd að grenndarkynna að auki kjallara og hæð húss sem óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning skuli fara fram í samræmi við bókun 81. fundar skipulags- og byggingarnefndar.
| ||
|
Hreppsnefnd samþykkir bókun skipulags- og byggingarnefndar og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
| ||
|
|
||
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
00:30.
