Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
74. fundur
Þriðjudaginn 4. júní 2013 kl. 13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, K. Hulda Guðmundsdóttir og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.
Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps.
Þetta gerðist:
Almenn mál
| ||
1
|
Erindi sem varðar skipulagsskilmála grunnskóla í deiliskipulagi – Mál nr. 1305002
| |
Bréf lagt fram
| ||
|
||
2
|
Tilkynning um stofnunar Minjastofnunar Íslands – Mál nr. 1301003
| |
Bréf lagt fram.
| ||
|
||
3
|
Skipulagsfulltrúar sem skráðir eru hjá Skipulagsstofnun í maí 2013 – Mál nr. 1305005
| |
Erindi lagt fram
| ||
Gögn hafa verið send Skipulagsstofnun varðandi nýjan Skipulagsfulltrúa.
| ||
|
||
Fundargerðir til staðfestingar
| ||
4
|
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 19 – Mál nr. 1304002F
| |
Fundargerð lögð fram
| ||
|
||
Byggingarleyfismál
| ||
5
|
Fitjahlíð 33A, byggingarmál – Mál nr. 1210006
| |
Óskað er eftir að stækka núverandi sumarhús sem er 75,5 m2 á einni hæð. Á lóðinni er einnig geymsla 11,4 m2 að stærð. Um er að ræða heildar stækkun um 57 m2. Fyrirhugað er að byggja kjallara undir viðbyggingu.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd hafnar umsókn um byggingarleyfi meðan enn er ekki bætt úr óleyfisframkvæmd sbr. bréfi byggingarfulltrúa dags. 1. nóvember 2012 til lóðarhafa.
| ||
|
||
6
|
Fitjahlíð 82, Umsókn um bygg.leyfi fyrir gestahúsi – Mál nr. 1304005
| |
Óskað er eftir að reisa 25,2 m2 gestahús.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd hafnar umsókn um byggingarleyfi þar sem byggingaráform eru ekki í samræmi við stefnumörkun aðalskipulags um nýtingarhlutfall.
| ||
|
||
7
|
Fitjahlíð 93A, Byggingarmál – Mál nr. 1305003
| |
Óskað er eftir heimild til að flytja um 18 m2 bátaskýli að/eða á lóð Fitjahlíðar 93A
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd hafnar umsókn um byggingarleyfi þar sem hjálögð gögn eru ófullnægjandi.
| ||
|
||
Skipulagsmál
| ||
8
|
Breyting á deiliskipulagi í Dagverðarnesi svæði 5 – Mál nr. 1305006
| |
Erindi lagt fram
| ||
Erindinu frestað þar til fyrir liggur tillaga að breytingu deiliskipulags sem er í samræmi við Aðalskipulag Skorradalshrepps.
| ||
|
||
Framkvæmdarleyfi
| ||
9
|
Fitjar, bakkavarnir í Fitjaá – Mál nr. 1305001
| |
Sótt er um framkvæmdarleyfi vegna bakkavarna við Fitjaá.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja að veita framkvæmdarleyfi. Ekki er þörf á grenndarkynningu framkvæmdar þar sem umsækjendur eru sjálfir grannar og landeigendur. KHG sat hjá við afgreiðslu málsins.
| ||
|
||
10
|
Framkvæmdarleyfi, endurnýjun hitaveitulagnar, Neðri Hreppur – Mál nr. 1304007
| |
Sótt er um framkvæmdarleyfi vegna endurnýjunar á hitaveitulögn í landi Neðri Hrepps.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja að veita framkvæmdarleyfi þar sem framkvæmd er í samræmi við aðalskipulag. Ekki er þörf á grenndarkynningu framkvæmdar þar sem samþykki landeiganda liggur fyrir.
| ||
|
||
Önnur mál
| ||
11
|
Grenndargámar við Mófellsstaði – Mál nr. 1303005
| |
Lagðar eru fram fjórar tillögur skipulagsfulltrúa að mögulegum stöðum fyrir gámaplan.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að leitað verði álits landeigenda Grundar um staðsetningu gámasvæðis á þeirra landi. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið. PD sat hjá við afgreiðslu málsins.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
16:00.