Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
73. fundur
Þriðjudaginn 9. apríl 2013 kl. 13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og K. Hulda Guðmundsdóttir.
Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.
Þetta gerðist:
| 
 Almenn mál 
 | ||
| 
 1   
 | 
 Samráðsfundur Skipulagsstofnunar sveitarfélaganna 11.-12 apríl 2013     –     Mál nr. 1304001 
 | |
| 
 Árlegur samráðsfundur Skipulagsstofnunar, Sambands ísl. sveitarfélaga og sveitarfélaganna verður haldinn 11.-12. apríl 2013. 
 | ||
| 
 Skipulagsfulltrúi og K. Hulda Guðmundsdóttir nefndarmaður skipulags- og byggingarnefndar munu sækja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 Skipulagsmál 
 | ||
| 
 2   
 | 
 Dagverðarnes 118, deiliskipulagsbreyting     –     Mál nr. 1104006 
 | |
| 
 Grenndarkynningu deiliskipulagsbreytingar er lokið sbr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010. Breytingin felur í sér að byggingarmagn verður 130 fm í stað 82 fm. Engar athugasemdir bárust. 
 | ||
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila deiliskipulagsbreytingu á lóð nr. 118 í Dagverðarnesi á svæði 3 og birta niðurstöðuna í B-deild Stjórnartíðinda. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 3   
 | 
 Erindi frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála.     –     Mál nr. 1303002 
 | |
| 
 Skipulagsfulltrúi sendi Úrskurðarnefnd umbeðin gögn áður en lögbundin frestur rann út. 
 | ||
| 
 Nefndin samþykkir útsend gögn til Úrskurðarnefndar. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 Fyrispurn 
 | ||
| 
 4   
 | 
 Umsókn um byggingarleyfi     –     Mál nr. SK08003 
 | |
| 
 Fyrirspurn um stöðu skipulags gagnvart veitingu byggingarleyfis fyrir geymslu/bátaskýli á lóð Hvammskóga 18-20 
 | ||
| 
 Skipulagsfulltrúa falið að svara erindinu. 
 | ||
| 
 | 
||
Fleira gerðist ekki. 
Fundi slitið kl. 
14:45.
