72 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
72. fundur
Mánudaginn 11. mars 2013 kl. 13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sæmundur Víglundsson, K. Hulda Guðmundsdóttir og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.

Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, Skipulags- og byggingarnefnd.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Skráning á skipulagi og framkvæmdaleyfi í námukerfi Vegagerðarinnar – Mál nr. 1211002

Skipulagsfulltrúi hefur tekið saman upplýsingar varðandi skipulagsstöðu náma og veittra framkvæmdaleyfa vegna efnistökustaða.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að samantekt skipulagsfulltrúa verði send Vegagerðinni.

Fundargerðir til staðfestingar

2

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 18 – Mál nr. 1303001F

Fundargerð lögð fram

Skipulagsmál

3

Indriðastaðir, öryggishlið, umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 1209002

Lögð fram breyting á deiliskipulagi Indriðastaðahlíðar sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og byggingarnefnd hafnar með 2 atkvæðum gegn 1 að veita byggingarleyfi að undangenginni grenndarkynningu. JEE og PD greiddu atkvæði á móti þar sem öryggishlið skerðir aðgengi almennings að vinsælu útivistarsvæði ofan byggðar.

4

Indriðastaðir 4, umsókn um bygg.gestahúss – Mál nr. 1303001

Fyrirspurn var vísað til skipulags- og byggingarnefndar af 18. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa. Fyrirspurn er um heimild til að byggja 30 m2 gestahús. Á lóðinni er heimilt að byggja 85 m2 á lóð, þar með talin geymsla. Því byggingarmagni er nú þegar náð.

Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Leita þarf meðmæla Skipulagsstofnunar sbr. 1. tl. bráðabirgðaákvæða skipulagslaga nr. 123/2010 til að grenndarkynna byggingarleyfi sbr. 44. gr. sömu laga.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

15:40.