71 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps

71. fundur

Þriðjudaginn 20. nóvember 2012 kl. 12:50, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir, Sæmundur Víglundsson og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.

Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Þetta gerðist:

Fundargerðir til staðfestingar

1

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 16 – Mál nr. 1210003F

Fundargerð lögð fram. Komið hefur í ljós varðandi 2. lið fundargerðar að sótt er um byggingarleyfi á svæði utan þéttbýlis og deiliskipulag liggur ekki fyrir. Skipulags- og byggingarnefnd þarf því að meta hvort að umsókn kalli á gerð deiliskipulags eða hvort að leita eigi meðmæla Skipulagsstofnunar.

2

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 17 – Mál nr. 1211001F

Fundargerð lögð fram

Byggingarleyfismál

3

Indriðastaðir 30, umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 1211004

Sótt er um byggingu 18,9 m2 gestahúss. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Skipulags- og byggingarnefnd þarf að meta hvort að umsókn kalli á gerð deiliskipulags eða hvort að leita eigi meðmæla Skipulagsstofnunar sbr. 1. tl. bráðabirgðaákvæða Skipulagslaga 123/2010.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að leitað verði meðmæla Skipulagsstofnunar.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir með fyrirvara um niðurstöðu meðmæla Skipulagsstofnunar að grenndarkynna byggingu gestahúss fyrir lóðarhöfum Indriðastaða 29,36,37,38,39 og landeiganda Indriðastaða þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

4

Efri-Hreppur 1, umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 1210012

Á 16. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa var umsókn um byggingarleyfi tekið fyrir. Skipulags- og byggingarnefnd þarf að meta hvort að umsókn kalli á gerð deiliskipulags eða hvort að leita eigi meðmæla Skipulagsstofnunar sbr. 1. tl. bráðabirgðaákvæða Skipulagslaga 123/2010 þar sem fyrirhuguð bygging er utan þéttbýlis og deiliskipulag liggur ekki fyrir.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að leitað verði meðmæla Skipulagsstofnunar.

5

Indriðastaðir, öryggishlið, umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 1209002

Á 68. fundi skipulags- og byggingarnefndar var umsókn um byggingarleyfi tekið fyrir. Málið varðaði 3 öryggishlið. Komið hefur í ljós að öryggishlið sem reisa á fyrir Indriðastaði/Bleikulág að Stráksmýri er á svæði utan þéttbýlis og deiliskipulag liggur ekki fyrir. Skipulags- og byggingarnefnd þarf því að meta hvort að umsókn kalli á gerð deiliskipulags eða hvort að leita eigi meðmæla Skipulagsstofnunar sbr. 1. tl. bráðabirgðaákvæða Skipulagslaga 123/2010. Hin tvö öryggishliðin eru fyrirhuguð á svæðum þar sem deiliskipulag er í gildi.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að leitað verði meðmæla Skipulagsstofnunar.

6

Fitjahlíð 32 – Mál nr. SK060025

Á 65. fundi skipulags- og byggingarnefndar var umsókn um byggingarleyfi tekið fyrir. Málið varðar viðbyggingu við frístundahús. Deiliskipulag er ekki í gildi á svæðinu. Skipulags- og byggingarnefnd þarf því að meta hvort að umsókn kalli á gerð deiliskipulags eða hvort að leita eigi meðmæla Skipulagsstofnunar sbr. 1. tl. bráðabirgðaákvæða Skipulagslaga 123/2010.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að leitað verði meðmæla Skipulagsstofnunar.

Skipulagsmál

7

Tillaga að landsskipulagsstefnu 2013-2024, ósk um umsögn – Mál nr. 1209014

Nefndin hefur yfirfarið auglýsta landsskipulagsstefnu 2013-2024.

Athugasemdir varðandi landsskipulagsstefnuna eru lagðar fram og samþykktar.

Framkvæmdarleyfi

8

Bakkakot-vegaframkvæmd – Mál nr. 1211001

Sótt er um framkvæmdaleyfi til lagfæringar á vegi um Bakkakot. Um er að ræða veg ofan túns. Samþykki landeiganda liggur fyrir.

Skipulags- og byggingarnefnd telur framkvæmd vera óverulega, þar sem hér er um að ræða almennt viðhald vegar og því ekki þörf á að veita framkvæmdaleyfi.

9

Horn, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku – Mál nr. 1208001

Sótt er um framkvæmdaleyfi til efnistöku í Hornsá í landi Horns. Um er að ræða haugsett efni á vestari árbakka sem verður fjarlægt. Áætlað efnismagn er 6.500 m3. Samhliða hreinsun efnis af vestari árbakka verði fláinn þar minnkaður og árfarvegur rýmkaður. Áætlað efnismagn er 2.500 m3. Áætlaður framkvæmdatími er 5 ár.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi þar sem framkvæmd er í samræmi við auglýst aðalskipulag sem er til staðfestingar ráðherra. Ekki er þörf á grenndarkynningu framkvæmdar þar sem umsækjendur eru sjálfir grannar og landeigendur. Framkvæmdaleyfi verður veitt þegar vörn gegn landbroti neðan brúar verður frágengin og öll tilskilin gögn liggja fyrir sbr. minnisblaði sem lagt var fram.

10

Skráning á skipulagi og framkvæmdaleyfi í námukerfi Vegagerðarinnar – Mál nr. 1211002

Erindi sent frá Vegagerðinni þar sem óskað er eftir upplýsingum varðandi skipulagsstöðu náma og veittra framkvæmdaleyfa vegna efnistökustaða.

Skipulagsfulltrúa falið að taka saman umbeðnar upplýsingar og svara erindi Vegagerðarinnar

KHG var ekki á staðnum, en tók þátt í fundi um fjarfundarbúnað.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

14:00.