Guðmundur Sigurðsson, formaður setti fund og bauð fólk velkomið.
- Gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit.
Áfram til umræðu. Björg Gunnarsdóttir, umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi Borgarbyggðar sat fundinn undir þessum lið.
Guðmundur lagði því fram tillögu Finnboga Leifssonar að gjaldskrár. Er þar lagt til að það sé sérstak gjald sem innfelur bæði skoðun og aksturs án teknu tilliti til vinnustunda og vegalengdar í 1. og 2. gr. gjaldskrárinnar.
Samkvæmt samningi framkvæmd búfjáreftirlits við Búnaðarsamtök Vesturlands er allt unnið samkvæmt tímagjaldi. Einnig er það sanngjarnt að menn greiði í raun eftir umfang skoðunar, en á stærri búum getur skoðun tekið lengri ef t.d. þarf að handtelja allt búfé vegna vanskila á forðagæsluskýrslum.
Varðandi 3 gr. í tillögu Finnboga er vísað í áðurnefnd minnisblað. 4. gr. er samþykkt að bæta inn. Vegna 5. gr. er ekki rétt að tengja gjaldskrána við vísitölu á meðan samningur er við Búnaðarsamtök Vesturlands þar sem hann er ekki tengdur vísitöluhækkun og t.d. hefur gjaldið á tímaeiningu ekki hækkað í tvö ár.
Einnig var breytt nokkrum atriðum varðandi texta og upphæðum.
Breytt gjaldskrá lögð fram og samþykkt. Formanni falið að senda gjaldskrána aftur til hlutaðeigandi sveitarstjóna til afgreiðslu. Gjaldskráin þarf að fara í gegnum tvær umræður í sveitarstjórnum. Þegar sveitarstjórnir hafa afgreitt þessa samþykktu gjaldskrá mun formaður koma henni til endanlegrar afgreiðslu í landbúnaðarráðuneytinu.