Fimmtudaginn 29. maí 2014 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Davíð Pétursson, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir, Jón E. Einarsson og Guðrún J. Guðmundsdóttir.
Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
| 
 Almenn mál 
 | ||
| 
 1   
 | 
 6. mánaðauppgjör 2013     –     Mál nr. 1311009 
 | |
| 
 Lagt fram 6. mánaðauppgjör. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 2   
 | 
 12. mánaðauppgjör 2013 – bráðabirgða     –     Mál nr. 1404004 
 | |
| 
 Uppgjörið lagt fram. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 3   
 | 
 Fjárhagsáætlun 2014     –     Mál nr. 1312001 
 | |
| 
 Lögð fram til seinni umræðu. 
 | ||
| 
 Fjárhagsaætlun lögð fram til seinni umræðu. Fjárhagsáætlun samþykkt með smá breytingu.
 
Hreppsnefnd samþykkir að álagningarhlutfall fasteignagjalda fyrir árið 2014 verði fyrir A-stofn 0,5% og fyrir B- og C- stofn 1,32%.  | ||
| 
 | 
||
| 
 4   
 | 
 3 ára fjárhagsáætlun 2015-2017     –     Mál nr. 1312005 
 | |
| 
 Lögð fram til seinni umræðu. 
 | ||
| 
 Samþykkt. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 5   
 | 
 Ársreikningur 2013     –     Mál nr. 1405009 
 | |
| 
 Lagðar fram niðurstöðutölur ársreiknings 2013. 
 | ||
| 
 PD fór yfir niðurstöðurtölur ársins 2013. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 6   
 | 
 Ný fjallskilasamþykkt fyrir Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepps og Borgarbyggðar.     –     Mál nr. 1303007 
 | |
| 
 Lögð fram til seinni umræðu. 
 | ||
| 
 Tillaga að nýrri fjallskilasamþykkt samþykkt. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 7   
 | 
 Sveitarstjórnakosningar 31. maí 2014 – kjörskrá     –     Mál nr. 1405008 
 | |
| 
 Lögð fram kjörskrá. 
 | ||
| 
 Alls eru 48 á kjörskrá. Hún síðan samþykkt og oddvita falið að staðfesta hana. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 8   
 | 
 Umsókn um styrk vegna móts í latin dönsum     –     Mál nr. 1403007 
 | |
| 
 Lagt fram erindi frá Brynjari Björnssyni. 
 | ||
| 
 Meirihluti hreppsnefndar samþykkir að veita honum kr. 75.000 í stuðning. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 9   
 | 
 Umsókn um rekstrarstyrk vegna Hreppslaugar.     –     Mál nr. 1403008 
 | |
| 
 Ungmennafélagið Íslendingur sækir um styrk vegna rekstrar á árinu 2014. 
 | ||
| 
 Hreppsnefnd samþykkir framlag til rekstrar á Hreppslaug fyrir árið 2014 kr. 625.000,- Hluti framlagsins fer í að gera upp lán ungmennafélagsins við sveitarfélagið. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 10   
 | 
 Endurgerð gróðurkorts af Skorradal     –     Mál nr. 1403009 
 | |
| 
 Lagður fram drög af samningi við Náttúrufræðistofnun Íslands. 
 | ||
| 
 Drögin samþykkt og oddvita falið að undirrita samninginn. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 11   
 | 
 Ljósleiðarakerfi Skorradalshrepps     –     Mál nr. 1204014 
 | |
| 
 PD fór yfir stöðu málsins. 
 | ||
| 
 Hreppsnefnd leggur til að unnið sé áfram að málinu. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 12   
 | 
 Upplýsingaskilti við þjóðvegina     –     Mál nr. 1403010 
 | |
| 
 PD kynnti málið. 
 | ||
| 
 Oddvita falið að skoða málið. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 13   
 | 
 Sameiningarkostir og samstarf nágrannasveitarfélaganna.     –     Mál nr. 1401002 
 | |
| 
 PD vil bóka eftirfarandi:
 
Komið hefur í ljós að einhver/jir telja að það hafi ekki verið byrjaðar viðræður á milli Skorradalshrepps og Borgarbyggðar um afstöðu til sameiningar sveitarfélaganna. PD vill vísa í samhengi til hreppsnefndarfundar þann 14. mars 2007, en þar er bókað eftirfarandi „Hreppsnefnd tekur jákvætt í erindið og samþykkti að við gildistöku aðalskipulags Skorradalshrepps yrði boðað til sameiginlegs fundar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps um næstu skref í málinu.“ Aðalskipulagið var staðfest í október s.l. og var því haldinn sameiginlegur fundur sveitarfélaganna þann 3. janúar s.l. í samræmi fyrrnefnda bókun frá 2007.  | ||
| 
 | 
||
| 
 Fundargerðir til staðfestingar 
 | ||
| 
 14   
 | 
 16. fundargerð nefndar um sameiningu þriggja fjallskilasamþykkta.     –     Mál nr. 1404003 
 | |
| 
 Lögð fram fundargerð. 
 | ||
| 
 Fundargerðin samþykkt. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 15   
 | 
 Skipulags- og byggingarnefnd – 78     –     Mál nr. 1403001F 
 | |
| 
 Lögð fram fundargerð frá 11. mars s.l. 
 | ||
| 
 Fundargerðin samþykkt í öllum 6. liðum. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 16   
 | 
 Skipulags- og byggingarnefnd – 79     –     Mál nr. 1403003F 
 | |
| 
 Lögð fram fundargerð frá 31. mars s.l. 
 | ||
| 
 Fundargerðin samþykkt í báðum liðum. KHG sat hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 17   
 | 
 Skipulags- og byggingarnefnd – 80     –     Mál nr. 1405002F 
 | |
| 
 Lögð fram fundargerð frá 28. maí s.l. 
 | ||
| 
 Fundargerðin samþykkt í öllum 10. liðum. KHG sat hjá við afgreiðslu liðar nr. 8,9 og 10. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 Fundargerðir til kynningar 
 | ||
| 
 18   
 | 
 Hreppsnefnd – 68     –     Mál nr. 1403002F 
 | |
| 
 Lögð fram fundargerð frá 6. mars s.l. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 Skipulagsmál 
 | ||
| 
 19   
 | 
 Deiliskipulag bátaskýla í landi Indriðastaða     –     Mál nr. 1402006 
 | |
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að tillaga deiliskipulags er varðar svæði fyrir bátaskýli í landi Indriðastaða verði auglýst sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
 | ||
| 
 Hreppsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu deiliskipulags og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 20   
 | 
 Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala     –     Mál nr. 1402009 
 | |
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að unnið verði deiliskipulag fyrir lóðir 47,49,51,53,54,56,58,60 og 62 á Kiðhúsabala. Einnig að unnið verði í samræmi við framlagða tillögu landeiganda vegna lóða nr. 49, 51A og 51. 
 | ||
| 
 Hreppsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að vinna deiliskipulag af svæðinu. Hreppsnefnd óskar eftir samvinnu við landeigendur um gerð deiliskipulagsins. KHG vék af fundi við afgreiðslu málsins. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 21   
 | 
 Hvammsskógar 46, bygg.mál     –     Mál nr. 1310001 
 | |
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags. Tvö erindi bárust vegna grenndarkynningar og höfðu þau ekki áhrif á tillögu óverulegrarbreytingar deiliskipulags. 
 | ||
| 
 Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2.mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að tilkynna niðurstöðu hreppsnefndar til þeirra sem tjáðu sig um málið og birta niðurstöðuna í B-deild Stjórnartíðinda. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 22   
 | 
 Hvammsskógur 22, 24 og 26, deiliskipulagsbreyting     –     Mál nr. 1402003 
 | |
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að óveruleg breyting deiliskipulags nái til lóða 22, 24 og 26 við Hvammsskóga og hún grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010 m.s.br. fyrir lóðarhöfum Hvammsskóga 19, 20, 21, 23, 25, 28 og landeiganda. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar ósk um byggingareit bátaskýlis og fjórðu byggingar á sameinaðri lóð 22 og 24 sbr. aðalskipulag Skorradalshrepps. 
 | ||
| 
 Hreppsnefnd samþykkir að grenndarkynna óverulega breytingu deiliskipulags Hvammsskóga 22, 24 og 26 og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 23   
 | 
 Lambaás 4-deiliskipulagsbreyting     –     Mál nr. 1309001 
 | |
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að grenndarkynna óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem lóð Lambaáss 4 er skipt upp í tvær jafnstórar lóðir. 
 | ||
| 
 Hreppsnefnd samþykkir að það fari fram grenndarkynning óverulegrar breytingar deiliskipulags sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem lóð Lambaáss 4 er skipt upp í tvær jafnstórar lóðir. Grenndarkynning getur átt sér stað þegar grenndarkynningargögn og greiðsla fyrir grenndarkynningu hefur borist. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 24   
 | 
 Úttekt á bátaskýlum við Skorradalsvatn.     –     Mál nr. 1403004 
 | |
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúi vinni breytingu aðalskipulags er varðar stefnumörkun bátaskýla. Breytingin felur í sér að heimila byggingu bátaskýla 50 m frá vatni og að fallið verði frá úttekt á núverandi stöðu bátaskýla og lagt til að landeigendur skilgreini sameiginleg svæði til uppbyggingar bátaskýla fyrir lóðarhafa á jörðum sínum. 
 | ||
| 
 Hreppsnefnd samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram. KHG mótmælir að felld verði niður tillaga um úttekt á bátaskýlum. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 25   
 | 
 Indriðastaðir 24, byggingarmál     –     Mál nr. BF040079 
 | |
| 
 Byggingaráform voru grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 14. janúar til 18. febrúar 2014. Engar athugasemdir bárust. 
 | ||
| 
 Hreppsnefnd heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 26   
 | 
 Indriðastaðir 4, umsókn um bygg.gestahúss     –     Mál nr. 1303001 
 | |
| 
 Byggingarleyfisumsókn gestahúss var grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Indriðastaða 3, 5 og landeiganda Indriðastaða frá 8.apríl til 8. maí 2014. Engar athugasemdir bárust. 
 | ||
| 
 Hreppsnefnd samþykkir veitingu byggingarleyfis gestahúss fyrir Indriðastaði 4. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 27   
 | 
 Dagverðarnes 80, bygg.mál     –     Mál nr. 1210014 
 | |
| 
 Deiliskipulagsbreyting, er varðar aukið byggingarmagn á lóð, var grenndarkynnt sbr. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 78, 82 og landeiganda Dagverðarness frá 8. apríl til 8. maí 2014. Engar athugasemdir bárust. 
 | ||
| 
 Breytingin er samþykkt og skipulagsfulltrúa er falið að birta niðurstöðuna í B-deild Stjórnartíðinda og senda samþykkta tillögu til Skipulagsstofnunar. 
 | ||
| 
 | 
||
01:35.
