Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
68. fundur
Miðvikudaginn 19. september 2012 kl. 11:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, Sæmundur Víglundsson og K. Hulda Guðmundsdóttir.
Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
Þetta gerðist:
Byggingarleyfismál
| ||
1
|
Indriðastaðir, öryggishlið, umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 1209002
| |
Sótt er um leyfi til að setja upp 3 öryggishlið, sem staðsett verða á aðkomuvegum að: 1)Indriðastöðum/Bleikulág að Stráksmýri. 2)Hrísás. 3)Indriðastaðahlíð.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir með 2 atkvæðum gegn 1 að veita byggingaleyfi að undangenginni grenndarkynningu. PD greiddi atkvæði á móti þar sem öryggishliðin ná ekki að gæta öryggis allra frístundalóðarhafa í Indriðastaðahverfinu. Grenndakynna skal gagnvart grönnum á lóð Indriðastaða 17 og 23, íbúðalóðar við Hrísás og landeiganda. Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að ekki má loka reiðleið meðfram Hrísás og tryggja þarf að allir öryggisaðilar og embættismenn sveitarfélagsins hafi aðgang að hliðunum.
| ||
|
||
Skipulagsmál
| ||
2
|
Dagverðarnes 119 – Mál nr. 1205001
| |
Grenndarkynningu er lokið. Athugasemdir bárust frá landeiganda.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd hefur kynnt sér innsendar athugasemdir. Nefndin leggur til við hreppsnefnd að ekki verði fallist á þær og heimili deiliskipulagsbreytingu lóðar 119 í Dagverðarnesi.
| ||
|
||
3
|
Dagverðarnes S1 og S2, deiliskipulagsskilmálar – Mál nr. 1110007
| |
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi „S2 Dagverðarnes í Skorradal, sumarhúsalóðir skipulag lóða og leikvalla“ hefur verið auglýst. Engar athugasemdir hafa borist.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að auglýst tillaga verði samþykkt.
| ||
|
||
4
|
Dagverðarnes S1 og S2, deiliskipulagsskilmálar – Mál nr. 1110007
| |
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi „S1 Dagverðarnes í Skorradal, sumarhúsalóðir“ hefur verið auglýst. Engar athugasemdir hafa borist.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að auglýst tillaga verði samþykkt.
| ||
|
||
5
|
Efri-Hreppur, stofnun lóðar – Mál nr. 1209006
| |
Sótt er um stofnun 1,495 ha lóðar í landi Efri-Hrepps sbr. uppdrætti dags. 18. sept. 2012. Fyrirhuguð landnotkun er íbúðarlóð.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir stofnun lóðar.
| ||
|
||
6
|
Indriðastaðir, stofnun lóðar í Indriðastaðahlíð – Mál nr. 1209007
| |
Sótt er um stofnun 1957 m2 útivistarlóðar í landi Indriðastaða sbr. uppdrætti dags. 23. ágúst 2012. Lóðin er innan skipuagssvæðis Indriðastaðahlíðar.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir stofnun lóðar
| ||
|
||
Framkvæmdarleyfi
| ||
7
|
Efnistaka á eyrum Fitjaár. – Mál nr. 1204003
| |
Sótt er um framkvæmdaleyfi til efnistöku í Fitjaá í landi Bakkakots og Fitja. Um er að ræða 5000 m3 af efni. Fyrirhugaður framkvæmdatími er 2012-13. Hluti efnis verður haugsettur. Umsögn Landgræðslu Ríkisins, Jóns Kristjánssonar fiskifræðings og samþykki Fiskistofu liggur fyrir.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi þar sem framkvæmd er í samræmi við auglýst aðalskipulags sem er til staðfestingar ráðherra. Ekki er þörf á grenndarkynningu framkvæmdar þar sem umsækjendur eru sjálfir grannar og landeigendur. KHG sat hjá við afgreiðslu málsins.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
13:45.