68 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
68.fundur

Fimmtudaginn 6. mars 2014 kl. 13:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Davíð Pétursson, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir, Jón E. Einarsson og Guðrún J. Guðmundsdóttir.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Sameiningarkostir og samstarf nágrannasveitarfélaganna. – Mál nr. 1401002

Niðurstaða málsins.

Í ljósi niðurstöðu skoðakönnunar telur hreppsnefnd ekki rétt að skoða sameiningu sveitarfélagsins við annað sveitarfélag að sinni.

2

Fjárhagsáætlun 2014 – Mál nr. 1312001

Lögð fram til seinni umræðu fjárhagsáætlun 2014.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

3

3 ára fjárhagsáætlun 2015-2017 – Mál nr. 1312005

Lögð fram til fyrri umræðu.

Samþykkt að vísa henni til seinni umræðu.

4

Erindi frá Karlakórnum Söngbræðrum – Mál nr. 1403002

Beiðni frá Söngbræðrum um stuðning í söngskrá.

Samþykkt að veita kr. 12.000.

5

Umsókn í styrkvegasjóð Vegargerðarinnar fyrir árið 2014. – Mál nr. 1403003

Lagt fram.

6

Greinargerð starfshóps um öryggisvörslu – Mál nr. 1112007

Öryggismyndavélar. Staða málsins.

Farið yfir stöðu málsins. KHG falið að ræða við Securitas.

7

Erindi frá landeigendum Fitja vegna Fitjahlíðar 49, 51 og 51a – Mál nr. 1402011

Lagt fram erindi frá landeigendum Fitja.

Málinu frestað. KHG vék af fundi við afgreiðslu málsins.

8

Erindi frá Ungmennafélaginu Íslendingi vegna fjárfestinga við Hreppslaug. – Mál nr. 1403001

Lagt fram bréf frá Umf. Íslending.

Samþykkt að veita umbeðið framlag. JEE vék af fundi við afgreiðslu málsins.

9

Ný fjallskilasamþykkt fyrir Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. – Mál nr. 1303007

Lögð fram endurgerð tillaga að nýrri fjallskilasamþykkt. Áframhald fyrri umræðu.

Búið er að taka tillit til sumra athugasemda hreppsnefndar. Ákveðið að ítreka þær athugasemdir sem ekki var tekið tillit til. Vísað til seinni umræðu. JEE sat hjá við afgreiðslu en samþykkir að vísa því til seinni umræðu.

Fundargerðir til staðfestingar

10

15. fundargerð nefndar um sameiningu þriggja fjallskilasamþykkta. – Mál nr. 1402014

Lögð fram 15. fundargerð

Fundargerðin staðfest.

Fundargerðir til kynningar

11

Hreppsnefnd – 67 – Mál nr. 1402008F

Lögð fram fundargerð frá 25. febrúar s.l.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

15:50.