Mánudaginn 24. febrúar 2014 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Davíð Pétursson, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir, Jón E. Einarsson og Guðrún J. Guðmundsdóttir.
Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
| 
 Almenn mál 
 | ||
| 
 1   
 | 
 Sameiningarkostir og samstarf nágrannasveitarfélaganna.     –     Mál nr. 1401002 
 | |
| 
 Fyrsta verk fundarins er opnun skoðanakönnunar um vilja íbúa til sameiningar við annað hvort Borgarbyggð eða Hvalfjarðarsveit eða áframhaldandi sjálfstæði.
 
47 íbúar sem voru á kjörskrá Skorradalshrepps þann 6. febrúar s.l. sem fengu skoðanakönnunina senda í pósti.  | ||
| 
 Hrefna Jónsdóttir, framkvæmdarstjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi tók upp könnunina og taldi saman atkvæðin.
 
39 svör bárust, eða 83% þátttaka. Niðurstaðan varð eftirfarandi: Valmöguleikar: Skorradalshreppur tekur upp sameiningarviðræður við Borgarbyggð 15 atkvæði eða 38,5% Skorradalshreppur tekur upp sameiningarviðræður við Hvalfjarðarsveit 1 atkvæði eða 2,6% Skorradalshreppur stendur áfram sem sjálfstætt sveitarfélag 23 atkvæði eða 59,0% Hreppsnefnd tekur ákvörðun í næstu viku um niðurstöðu könnuninnar, sbr. fund hreppsnefndar 11. febrúar s.l.  | ||
| 
 | 
||
| 
 2   
 | 
 Starfssemi SSV – framtíðarstefna.     –     Mál nr. 1308004 
 | |
| 
 Lögð fram skýrsla starfshóps um framtíð SSV. 
 | ||
| 
 Hrefna Jónsdóttir framkvæmdarstjóri fór yfir niðurstöðu starfshópsins. Hreppsnefnd tekur undir niðurstöðu starfshópsins. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 3   
 | 
 Umsókn um húsaleigubætur.     –     Mál nr. 1310002 
 | |
| 
 Lögð fram umsókn um húsaleigubætur. 
 | ||
| 
 Samþykkt að greiða húsaleigubætur samkvæmt framlögðum útreikningi. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 4   
 | 
 Hreppslaug – undirbúningur friðlýsingar     –     Mál nr. 1401006 
 | |
| 
 Lagt fram erindi frá Minjastofnun Íslands þar sem tilkynnt er að hefja eigi undirbúning að tillögu til ráðherra um friðlýsingu Hreppslaugar. 
 | ||
| 
 Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna og styður friðlýsinguna. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 5   
 | 
 Erindi frá Ungmennafélaginu Íslendingi vegna Hreppslaugar.     –     Mál nr. 1301013 
 | |
| 
 Ulla Pedersen formaður Ungmennafélagins mætti á fundinn. 
 | ||
| 
 Rætt var um málefni Hreppslaugar. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 6   
 | 
 Erindi frá stjórn sumarhúsaeiganda í Fitjahlíð.     –     Mál nr. 1401004 
 | |
| 
 Oddviti lagði fram tölur um áætlaðan kostnað frá Vegagerðinni. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 7   
 | 
 Erindi frá Vélabæ ehf.     –     Mál nr. 1401005 
 | |
| 
 Tilkynning um hækkun hlutafjár Vélabæjar ehf. og rétt Skorradalshrepps til kaupa á víðbótarhlutafé. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 8   
 | 
 Starfsemi Menningarráðs Vesturlands og menningarfulltrúa Vesturlands     –     Mál nr. 1401008 
 | |
| 
 Lagt fram afrit af bréfi Menningarfulltrúa Vesturlands um starfsemi Menningarráðs. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 9   
 | 
 Áskorun til sveitarstjórna     –     Mál nr. 1401009 
 | |
| 
 Erindi frá Stéttarfélagi Vesturlands um opinber útboð og innkaup. 
 | ||
| 
 Lagt fram. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 10   
 | 
 Erindi frá Freyjukórnum     –     Mál nr. 1401011 
 | |
| 
 Óskað er eftir stuðningi við verkefnið Syngjandi konur á Vesturlandi. 
 | ||
| 
 Samþykkt að veita 10.000 kr. í stuðning við verkefnið. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 11   
 | 
 Kynningafundur vegna Landskipulagstefnu 2015-2026     –     Mál nr. 1402008 
 | |
| 
 Kynningafundur verður í Borgarnes þann 27. febrúar n.k. 
 | ||
| 
 Samþykkt að oddviti fari. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 Fundargerðir til kynningar 
 | ||
| 
 12   
 | 
 Hreppsnefnd – 64     –     Mál nr. 1402003F 
 | |
| 
 Lögð fram fundargerð frá 3. febrúar s.l. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 13   
 | 
 Hreppsnefnd – 65     –     Mál nr. 1402006F 
 | |
| 
 Lögð fram fundargerð frá 11. febrúar s.l. 
 | ||
| 
 | 
||
23:30.
