Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Miðvikudaginn 8. janúar 2014 kl. 16:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Davíð Pétursson, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir og Jón E. Einarsson.
Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Hreppsnefnd Hvalfjarðarsveitar ásamt sveitarstjóra boðuð til fundar við Hreppsnefnd Skorradalshrepps á Hvanneyri.
Þetta gerðist:
Almenn mál
| ||
1
|
Sameiningarkostir og samstarf nágrannasveitarfélaganna. – Mál nr. 1401002
| |
DP bauð fundarmenn velkomna. Gaf síðan sveitarsjóra Hvalfjarðarsveitar orðið. Laufey Jóhannesdóttir, sveitarstjóri ræddi sína sýn á samstarf og sameiningu. PD fór yfir mál Skorradalshrepps eftir málaflokkum og útskýrði stöðuna.
| ||
Fundarmenn ræddu á breiðum grundvelli um samstarf og hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna.
Sveitarstjórn Skorradalshrepps óskar eftir að hafa Hvalfjarðarsveit sem valkost í væntanlegri könnun meðal íbúa í Skorradalshreppi og í úttekt sem verður gerð á stöðu Skorradalshrepps í samanburði við nágranna sveitarfélög. Erindi verður sent Hvalfjarðarsveit. | ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
18:15.