Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Föstudaginn 3. janúar 2014 kl. 11:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Davíð Pétursson, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir og Jón E. Einarsson.
Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Sameiginlegur fundur sveitarstjórna Borgarbyggðar og Skorradalshrepps haldinn í Skemmunni á Hvanneyri.
Þetta gerðist:
Almenn mál
| ||
1
|
Sameiningarkostir og samstarf nágrannasveitarfélaganna. – Mál nr. 1401002
| |
DP setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna og gaf sveitarstjóra Borgarbyggðar orðið. Páll Brynjarsson, sveitarstjóri lagði fram minnisblað um sameiginleg verkefni Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. PD fór yfir ýmis atriði er varða tekjuhlið sveitarfélagsins, fræðslumál og málefni skipulags- og byggingamála.
| ||
Ræddu fundarmenn á breiðum grundvelli ýmiss mál er varða samstarf og hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar vék af fundi kl. 13 | ||
|
||
2
|
Sameiningarkostir og samstarf nágrannasveitarfélaganna. – Mál nr. 1401002
| |
Lagt fram tilboð frá KPMG um gerð skýrslu um stöðu Skorradalshrepps í samanburði við nágrannasveitarfélögin.
| ||
Samþykkt að ganga að tilboðinu.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
13:45.