60 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps

60. fundur

Fimmtudaginn 18. ágúst 2011 kl. 10:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir.

Fundarritari var Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulags- og byggingarfulltrúi.

Þetta gerðist:

Almenn erindi

1

Vatnsból í Hvammslandi – Mál nr. 1106005

Bréf sumarhúsafélagsins í Hvammi dags. 30.06.2011 varðandi vatnsból í Hvammslandi og aukinnar frístundabyggðar.

Nefndin mun óska eftir úttekt Heilbrigðiseftirlits Vesturlands varðandi vatnsveitumál í Hvammslandi.

Fundargerðir til staðfestingar

2

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 3 – Mál nr. 1106005F

Fundargerðin lögð fram.

3

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 4 – Mál nr. 1108001F

Fundargerðin lögð fram.

Byggingarleyfismál

4

Fitjahlíð 6, grenndarkynning á byggingarleyfisumsókn. – Mál nr. 1104010

Sótt er um byggingarleyfi fyrir nýju húsi á lóðinni og að flytja núverandi sumarhús af lóðinni. Veðbókarvottorð fylgir. Um er að ræða breytingu á eldri umsóknum, þar sem byggingarnefndarteikningar hafa verið grenndarkynntar tvisvar sinnum. Nýtt hús er 105 fm og 376,5 rm.

Nefndin samþykkir flutning eldra húss af lóðinni. Grenndarkynning fór fram á nýju frístundahúsi 99,8 fm og er samþykkt að heimila þá stærð af húsi án frekari grenndarkynninga þar sem engar athugasemdir bárust. Málinu er vísað til afgeiðslu byggingarfulltrúa. Eldri byggingarleyfisumsóknir falla úr gildi. Hulda Guðmundsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Skipulagsmál

5

Dagverðarnes 45, gestahús – Mál nr. 1107002

Byggingarleyfisumsókn. Vísað til nefndarinnar af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem geymsluhús fer út fyrir byggingarreit.

Óskað er eftir nýjum gögnum. Málinu vísað aftur til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

6

Hvammskógur neðri, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1105003

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi, Hvammsskógur neðri. Breytingin nær einungis til lóðarinnar Grennihvamms 1 og gerir ráð fyrir að nýta megi óupppfyllt sökkulrými sem kjallara. Hámarksbyggingarmagn breytist úr 165 fm í 250 fm.

Nefndin samþykkir að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna fyrir lóðarhafa að Grenihvammi 3 og landeiganda Hvamms.

7

Hvammsskógur neðri, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1012003

Sameining lóðarinnar Dynhvammur 5 við lóðina Hvammsskógur 43. Erindi vísað aftur til nefndarinnar frá hreppsnefnd þar sem nágranni taldi sig ekki hafa fengið tækifæri að gera fullnægjandi athugasemdir við auglýsta deiliskipulagstillögu. Bréf nágranna dags. 9. ágúst 2011 fylgir erindinu.

Formanni nefndarinnar og skipulagsfulltrúa falið að funda með nágrönnum sem gerðu athugasemdir. Afgreiðslu frestað.

8

Dagverðranes 17, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1103002

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu, svæði 1, Dagverðarnesi. Breytingin nær einungis til lóðarinnar Dagverðarnes 17 og gerir ráð fyrir viðbyggingu og gufubaði með geymslu. Byggingarmagn eykst úr 59,5 fm í 89,5 fm.

Nefndin samþykkir að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 fyrir lóðahöfum Dagverðarness 15, 16, 18, 19, 20 og landeiganda Dagverðarness.

9

Hvammur, deiliskipulag svæði 1B – Mál nr. 1011004

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi, svæði 1B, Hvammi. Síðast á dagskrá nefndarinnar 8. nóvember 2010.

Gögn yfirfarin. Ýmsar athugasemdir komu fram. Skipulagsfulltrúa falið að ganga frá athugasemdum og koma þeim á framfæri við höfund deiliskipulagsins. Afgreiðslu frestað.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

13:30.