60 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps

Miðvikudaginn 13. nóvember 2013 kl. 21:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Davíð Pétursson, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir, Jón E. Einarsson og Jón Friðrik Snorrason.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Vatnshorn – Mál nr. 1211010

Lagðar fram tillögur Skógræktar ríkisins að skiptingu Vatnshorns.

Samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að fara yfir tillögu B frá Skógrækt ríkisins og gera uppkast að uppfærðri tillögu miðað við sannreynd landamerki og tillögu Skógræktar ríkisins í samráði við oddvita. Einnig samþykkt að fela oddvita að fá verðmat á jörðinni. Afgreiðslu frestað.

KHG lýsir yfir andstöðu við skiptingu jarðarinnar og vill leita leiða til að bjóða Skógræktinni hlut sveitarfélagins í jörðinni til kaups.

2

Erindi frá Vegagerðinni vegna héraðsvega. – Mál nr. 1311005

Lagt fram afrit af bréfi Vegagerðinnar vegna fyrhugaðar niðurfellingu héraðsvegar af vegaskrá.

Hreppsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að mótmæla niðurfellingu þar sem atvinnustarfsemi er á jörðinni á lóð sem kallast Dyrholt. Sú starfsemi er á staðfestu skipulagi.

3

8 erindi frá nefndasviði Alþingis. – Mál nr. 1311004

Lagðar fram 8 umsagnarbeiðnir frá nefndasviði Alþingis.

4

Framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. – Mál nr. 1311006

Fundur með fulltrúum Jöfnunarsjóðs.

Oddviti og PD sögðu frá fundi með fulltrúum Jöfnunarsjóðs, þeim Hermanni Sæmundssyni og Guðna Geir Einarssyni sem haldinn var fyrr í dag á Grund.

Fundargerðir til kynningar

5

Fundargerðir 798. og 799. hjá Sambandi íslenskrar sveitarfélaga. – Mál nr. 1209035

Lagðar fram til kynningar.

6

Fundargerðir nr. 800-809 hjá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga. – Mál nr. 1311001

Lagðar fram til kynningar.

7

Hreppsnefnd – 59 – Mál nr. 1310001F

Lögð fram fundargerð frá 10. október s.l.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

23:30.