6. mars 2008 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Fundur haldinn í hreppsnefnd Skorradalshrepps 6. mars 2008. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Karólína Hulda Guðmundsdóttir kom inn fyrir Gísla Baldur Henrýsson og Jón E. Einarsson kom inn sem varamaður fyrir Guðrúnu Guðmundsdóttur
1. Lagt fram erindi frá Sorpurðun Vesturlands dagsett 22. janúar 2008. Samþykkt
2. Lögð fram 15. fundargerð byggingar- og skipulagsnefndar dagsett 18. febrúar 2008. Fundargerðin samþykkt.
3. Lögð fram 16. fundargerð byggingar- og skipulagsnefndar dagsett 4. mars 2008. Fundargerðin samþykkt.
4. Lögð fram óveruleg breyting á deiliskipulagi Indriðastaðahlíðar í Indriðastaðalandi. Samþykkt til grendarkynningar að því undanskildu að breyting lóðarstækkun á lóð nr. 173 verði frestað og byggingar- og skipulagsfulltrúa verði falið að athuga með að 25% reglan um opið svæði, vegi og göngustiga haldi og fengið verði álit lögfróðs aðila á breytingunni varðandi fordæmisgildi. Jón sat hjá við afgreiðslu seinni hluta bókunninnar
5. Lögð fram óveruleg breyting á deiliskipulagi Bleikulágarás í Indriðastaðalandi. Málinu frestað og byggingar- og skipulagsfulltrúa verði falið að athuga með að 25% reglan um opið svæði, vegi og göngustiga haldi og fengið álit lögfróðs aðila á breytingunni varðandi fordæmisgildi. Jón sat hjá við afgreiðslu málsins.
6. Lagt fram erindi frá nefndasviði Alþingis, þar sem óskað er eftir til umsagnar um væntanleg skipulagslög, mannvirkjalög og brunavarnir. Samþykkt að fela byggingar- og skipulagsfulltrúa að fara yfir erindið og koma með athugasemdir til byggingar- og skipulagsnefndar.
7. Lagt fram erindi frá Sjávar- landbúnaðaráðuneytinu vegna Stóru-Drageyrar. Hreppsnefnd samþykktir drög að bréfinu og oddvita falið að svara erindinu.
8. Lagt fram frumvarpt til laga um frístundabyggð. Samþykkt að senda inn athugasemdir.
9. Lagt fram erindi frá Borgarbyggð dagsett 6. mars 2008 þar sem mótmælt lokun skrifstofu Fasteignamat ríksins í Borgarnesi. Oddvita falið að koma fram mótmælum um lokun skriftstofu Fasteignamats ríksins í Borgarnesi.
10. Lagt fram erindi frá Sagaz ehf. um útgáfu riti um íslenskt atvinnulíf og menningu. Samþykkt verða með í útgáfunni. Hulda sat hjá við afgreiðsluna.
11. Jón Einarsson gerir það að tillögu sinn að oddvita verði falið að ræða við Guðrúnu Jónsdóttir arkitekt að hraða afgreiðslu sinni á gerð Aðalskipulagsins og það verði helst tilbúið fyrir apríl lok til kynningar. Samþykkt
12. Jón Einarsson gerir það að tillögu sinni að hugað verði umhverfi í kringum sorpgáma hreppsins, við Mófellsstaði og eftil vill víðar. þ.e. að gerð verði einhverskonar mön eða skjólveggur og umhverfið snyrt svo það geti orðið sveitarfélaginu til sóma. Jafnvel má hugsa sér að hafa samband við nemendur í umhverfisskipulagi LBHÍ og leita eftir hugmyndum. Þetta verkefni þyrfti að hefjast sem fyrst og helst að að vera lokið fyrir sumarið. Samþykkt að fela formanni skipulagsnefndar að koma tillögunni áfram.
13. Hreppsnefnd mælir til að lágmarkslóðarstærð frístundalóða fari úr 3333 m2 í 5000 m2 og aðlagist reglum um frístundabyggð í aðalskipulaginu. Samþykkt að óska eftir við aðalaskipulagsnefnd að leggja fram endurskoðaðar tillögur um reglur vegna frístundabyggðar. Þær verði síðan lagðar fyrir hreppsnefnd til afgreiðslu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl:18:06