Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
59. fundur
Fimmtudaginn 23. júní 2011 kl. 20:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Jón Pétur Líndal, K. Hulda Guðmundsdóttir og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir.
Fundarritari var Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulags- og byggingarfulltrúi.
Þetta gerðist:
Almenn erindi
| ||
1
|
Ósk um umsögn að nýrri byggingarreglugerð. – Mál nr. 1105013
| |
Bréf frá umhverfisráðuneyti.Frestur til umsagnar er til 15. ágúst nk.
| ||
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að skoða málið og leggja tillögur fyrir næsta fund nefndarinnar.
| ||
|
||
2
|
Umsögn um vinnudrög að nýrri reglugerð um framkvæmdaleyfi. – Mál nr. 1106004
| |
Bréf frá umhverfisráðuneyti.Frestur til umsagnar er til 15. ágúst nk.
| ||
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að skoða málið og leggja tillögur fyrir næsta fund nefndarinnar.
| ||
|
||
Fundargerðir til kynningar
| ||
3
|
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 1 – Mál nr. 1105002F
| |
Fundargerðin lögð fram.
| ||
|
||
4
|
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 2 – Mál nr. 1106001F
| |
Fundargerðin lögð fram.
| ||
|
||
Skipulagsmál
| ||
5
|
Dagverðarnes 30, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1104005
| |
Áður frestað. Óskað er eftir deiliskipulagsbreytingu á svæði 1 í Dagvarðarnesi, varðandi lóð nr. 30 sem felur í sér heimild til að byggja 25-30 fm gestahús með steyptum hálfniðurgröfnum geymslukjallara.
| ||
Nefndin samþykkir að heimila að gerð verði tillaga að deiliskipulagsbreytingu skv. 44. gr. skipulagslaga. Byggingaráform verði kynnt samhliða deiliskipulagsbreytingunni. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. Hulda Guðmundsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
| ||
|
||
6
|
Dagverðarnes 118, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1104006
| |
Áður frestað. Óskað er eftir deiliskipulagsbreytingu á svæði 3, lóðir 101-138, í Dagverðarnesi varðandi lóð nr. 118. Breytingin felur í sér aukið byggingarmagn sem verður 130fm í stað 82fm.
| ||
Nefndin samþykkir að heimila að gerð verði tillaga að deiliskipulagsbreytingu skv. 44. gr. skipulagslaga. Byggingaráform verði kynnt samhliða deiliskipulagsbreytingunni. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. Hulda Guðmundsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
23:00.