Miðvikudaginn 25. maí 2011 kl. 20:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Jón Pétur Líndal, Pétur Davíðsson og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir.
Fundarritari var Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulags- og byggingafulltrúi.
Þetta gerðist:
Almenn erindi
| ||
1
|
Stálpastaðir,framkvæmdaleyfi vegna aðstöðu á skógræktarsvæði. – Mál nr. 1105006
| |
Sótt er um framkvæmdaleyfi vegna aðstöðu á skógræktarsvæði skv. gögnum Skógræktar ríkisins. Erindi dags. 05.05.2011
| ||
Samþykkt með fyrirvara um athugasemdir skipulagsfulltrúa og heimild Vegagerðarinnar.
| ||
|
||
2
|
Grund, stofnun nýrrar lóðar – Mál nr. 1105009
| |
Sótt er um að stofnuð verði ný lóð úr landi Grundar skv. bréfi dags. 24.05.2011 og lóðauppdrætti.
| ||
Samþykkt. Pétur Davíðsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
| ||
|
||
3
|
Grund 2, stækkun lóðar. – Mál nr. 1105010
| |
Sótt er um stækkun lóðar á Grund 2 skv bréfi dags. 24.05.2011 og meðfylgjandi uppdrætti.
| ||
Samþykkt. Pétur Davíðsson vék af fundi við afgreiðslu málins.
| ||
|
||
Byggingarleyfismál
| ||
4
|
Indriðastaðir 3, nýtt sumarhús – Mál nr. 1105005
| |
Sótt er um leyfi til að byggja nýtt frístundahús, skv. uppdráttum frá Ingólfi Margeirssyni, í stað eldra frístundahúss sem fjarlægt verður af lóðinni. Aukið byggingarmagn verður 53,7 fm. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu. Eldra mál SK100002.
| ||
Nefndin samþykkir að grenndarkynna byggingarnefndarteikningar skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lóðarhöfum að Indriðastöðum 2 og 4 og landeiganda Indriðastaða.
| ||
|
||
5
|
Indriðastaðir 5, viðbygging, gestahús. – Mál nr. 1105001
| |
Sótt er um viðbyggingu við frístundahús, gestahús og endurnýjun á bátaskýli. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu. Eldra mál SK090008.
| ||
Nefndin samþykkir að grenndarkynna byggingarnefndarteikningar skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lóðarhöfum að Indriðastöðum 4 og 6 og landeiganda Indriðastaða.
| ||
|
||
6
|
Fitjar, gámar – Mál nr. 1105008
| |
Sótt er um leyfi til að grafa tvo 20 feta gáma í hól, austan við hlöðu á Fitjum. Erindinu fylgir afstöðumynd af staðsetningu gámanna. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu.
| ||
Nefndin tekur jákvætt í erindið.
| ||
|
||
Skipulagsmál
| ||
7
|
Vatnsendahlíð 47, sumarhús. – Mál nr. 1105002
| |
Sótt er um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi skv. uppdráttum frá Mansard teiknistofu ehf dags.07.04.11. Skv. uppdrætti nær bygging út fyrir byggingarreit.
| ||
Ósamræmi virðist milli innsendra gagna og gildandi deilsikipulagsuppdráttar. Óskað er eftir afstöðumynd skv. deiliskipulagi.
| ||
|
||
8
|
Hvammskógur neðri, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1105003
| |
Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi, Hvammskógur neðri. Breytingin nær einungis til lóðarinnar Grenihvammur 1 og varðar nýtingu á óuppfylltu sökkulrými. Óskað er eftir að byggingarmagn á lóðinni verði aukið í 250 fm nýtingarhlutfall verði 0,05.
| ||
Nefndin telur að grenndaráhrif vegna breytingarinnar, þar sem um sökkulrými er að ræða, verði óveruleg og samþykkir að heimila deiliskipulagsbreytingu skv. 44. gr. skipulagslaga. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
| ||
|
||
9
|
Deiliskipulag á landi Bleikulágaráss í landi Indriðastaða, breyting – Mál nr. 1105004
| |
Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi á Bleikulágarás í landi Indriðastaða, vegna Lambaáss 3, skv. byggingarnefndarteikningu frá Sveini Ívarssyni arkitekt FAÍ.
| ||
Nefndin samþykkir að heimila deiliskipulagsbreytingu skv. 44. gr. skipulagslaga. Byggingaráform verði kynnt samhliða deiliskipulagsbreytingunni. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
01:15.