Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Þriðjudaginn 17. september 2013 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Davíð Pétursson, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir og Jón E. Einarsson.
Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:
Almenn mál
| ||
1
|
Ársreikningur Skorradalshrepps fyrir árið 2012 – Mál nr. 1306004
| |
Lagður fram til seinni umræðu ársreikningur ársins 2012. Undir þessum lið mætti Konráð Konráðsson endurskoðandi.
| ||
Konráð fór yfir niðurstöðu ársreiknings. Fór yfir það sem munaði á milli áætlunar og niðurstöðu ársins. Einnig ræddi hann um B- hluta ársreiknings og slæma niðurstöðu hans. Rætt um að samræma fjárhagsáætlanir á milli Skorradalshrepps og Borgarbyggðar varðandi fræðslumál. Oddvita falið að senda erindi til Borgarbyggðar um þau mál og óska eftir því jafnframt m.a. að mánaðarlega verði gerðir reikningar í samræmi við áætlun.
Konráð fór líka yfir endurskoðunarskýrsluna og ræddi nokkur atriði sem mættu fara betur í verklagi sveitarfélagsins. Hreppsnefnd mun taka til skoðunar þau atriði sem fram koma í „Minnislista-ábendingar“ dags 30. ágúst 2013 frá endurskoðanda. | ||
|
||
2
|
Umsókn í styrkvegasjóð Vegargerðarinnar fyrir árið 2013. – Mál nr. 1302009
| |
Máli áður frestað. KHG lagði fram minnisblað um útdeilingu fjárins eftir við nokkra verktaka.
| ||
Samþykkt að fela oddvita að ganga frá samningi við Guðna Eðvarðsson um verkið.
| ||
|
||
3
|
Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins. – Mál nr. 1309004
| |
Lögð fram drög að samþykktum sveitarfélagins.
| ||
Hreppsnefndarmenn fara yfir drögin fram að næsta fundi.
| ||
|
||
4
|
Afrit af erindi eiganda Horns til Orkuveitu Reykjavíkur. – Mál nr. 1304014
| |
Málið varðar afhendingu heits vatns á jörðinni.
| ||
Lagt fram. Hreppsnefnd tekur undir sjónarmið bréfritara.
| ||
|
||
5
|
Erindi frá Faxaflóahöfnum sf. – Mál nr. 1306006
| |
Lagt fram bréf frá stjórn Faxaflóahafna sf. þar sem kallað er eftir stefnu eiganda varðandi Grundartangarsvæðið.
| ||
|
||
6
|
Erindi frá Félagi sumarhúsaeiganda í Hvammi. – Mál nr. 1306007
| |
Lagt fram erindið er varðar hugsanlega byggingu áhaldahús í Skorradal.
| ||
Hreppsnefnd þakkar fyrir erindið, en eins og staðan er í dag er bygging áhaldahúss ekki á döfinni.
| ||
|
||
7
|
Erindi frá Vaski á bakka ehf. – Mál nr. 1304013
| |
Lagt fram bréf er varðar minkaveiðar í gildrur.
| ||
|
||
8
|
Horn, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku – Mál nr. 1208001
| |
Lagt fram bréf frá landeigendum Horns.
| ||
Hreppsnefnd óskar eftir minnisblaði frá Skipulagsfulltrúa um málið.
| ||
|
||
9
|
Varðar veg að Hálsaskógi. – Mál nr. 1301012
| |
Lagt fram erindi frá Félagi sumarhúsaeiganda á Hálsum.
| ||
Oddviti sagði frá samskiptum sínum við Samband íslenskra sveitarfélaga og við Vegagerðina vegna málsins. Hreppsnefnd tekur undir sjónamið Vegagerðarinnar og leggur til að þeirra leið verði farin.
| ||
|
||
Fundargerðir til staðfestingar
| ||
10
|
Skipulags- og byggingarnefnd – 75 – Mál nr. 1309001F
| |
Fundargerð
| ||
Fundargerðin samþykkt í öllum 12 liðum.
| ||
|
||
Framkvæmdarleyfi
| ||
11
|
Framkvæmdaleyfi, endurnýjun hitaveitulagnar, Indriðastaðir, Litla Drageyri – Mál nr. 1308003
| |
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja að veita framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar hitaveitulagnar sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar samþykki landeiganda Indriðastaða, Litlu Drageyrar, Djúpalækjarmýrar, Djúpalækjareyrar, Vegagerðar og Rarik liggur fyrir.
| ||
Hreppsnefnd leggur til að veitt verði framkvæmdarleyfi vegna endurnýjunar á hitaveitulögn í landi Indriðastaða, Litlu Drageyrar, Djúpalækjarmýrar og Djúpalækjareyrar þegar samþykki landeiganda liggur fyrir ásamt samþykki Vegagerðar og Rarik og framkvæmdarleyfisgjald að upphæð kr. 80.000,- hefur verið greitt.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
01:50.