Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
57. fundur
Mánudaginn 11. apríl 2011 kl. 20:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Jón Pétur Líndal og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir.
Fundarritari var Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulags- og byggingafulltrúi.
Þetta gerðist:
Byggingarleyfismál
| ||
1
|
Upplýsingaskilti við Drageyri – Mál nr. 1104003
| |
Umsókn Hvalfjarðarsveitar um upplýsingarskilti við Drageyri. Meðfylgjandi eru myndir af fyrirhuguðu skilti og staðsetningu og tölvupóstur þar sem fram kemur að Skógrækt ríkisins gerir ekki athugasemd við erindið.
| ||
Samþykkt. Samráð skal haft við skipulags- og byggingarfulltrúa Skorradalshrepps um endanlega steðsetningu á skiltinu.
| ||
|
||
2
|
Fitjahlíð 6, grenndarkynning á byggingarleyfisumsókn. – Mál nr. 1104010
| |
Sótt er um breytingu frá byggingarleyfisumsókn mál nr. 1012001. Ný umsókn gerir ráð fyrir að núverandi sumarhús á lóðinni verði fjarlægt og byggt verði nýtt sumarhús skv. teikningum frá Arkþing dags. 5. apríl 2011.
| ||
Nefndin samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa. Grenndarkynna skal lóðahöfum Fitjahlíð 4, 5, 7, 8, 9 og lendeigendum Fitja. Sækja þarf sérstaklega um flutning/niðuurrif á núverandi súmarhúsi.
| ||
|
||
3
|
Fitjahlíð 32, grenndarkynning á byggingarleyfisumsókn. – Mál nr. 1104009
| |
Sótt er um viðbyggingingar við sumarhús skv. uppdráttum frá AL-Hönnun ehf. teikn. dags. 25.02.2011.Jafnframt fylgir bréf hönnuðar dags. 07.03.2011 varðandi fjarlægð frá lóðamörkum.
| ||
Erindinu hafnað með vísan í grein 4.11.2 í skipulagsreglugerð nr. 400/1998.
| ||
|
||
4
|
Fitjahlíð 62, grenndarkynning á byggingarleyfisumsókn. – Mál nr. 1104008
| |
Sótt er um stækkun og breytingar núverandi sumarhúsi skv. teikningum frá Jóhanni Kristinssyni byggingartæknifræðingi, teikn. dags. 28.02.2011.
| ||
Nefndin samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa. Grenndarkynna skal lóðahöfum Fitjahlíð 53, 60, 64 og lendeigendum Fitja.
| ||
|
||
Skipulagsmál
| ||
5
|
Hvammsskógur neðri, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1012003
| |
Áður frestað erindi. Varðar sameiningu lóðarinnar Dynhvammur 5 við lóðina Hvammsskógar 43. Frekari gögn hafa borist sem gefa vísbendingu um uppbyggingu á lóðinni. Jafnframt frekari athugasemdir nágranna við viðbótargögn, bréf dags.4. apríl 2011.
| ||
Nefndin telur athugasemdir nágranna ekki gefa tilefni til að hafna fyrirliggjandi deiliskipulagsbreytingu og samþykkir að vísa tillögunni til afgreiðslu hreppsnefndar. Skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemdum í samræmi við rökstuðning nefndarinnar.
| ||
|
||
6
|
Dagverðarnes 30, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1104005
| |
Óskað er eftir deiliskipulagsbreytingu á svæði 1 í Dagvarðarnesi, varðandi lóð nr. 30 sem felur í sér heimild til að byggja 25-30 fm gestahús með steyptum hálfniðurgröfnum geymslukjallara.
| ||
Málinu frestað.
| ||
|
||
7
|
Dagverðarnes 118, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1104006
| |
Óskað er eftir deiliskipulagsbreytingu á svæði 3, lóðir 101-138, í Dagverðarnesi varðandi lóð nr. 118. Breytingin felur í sér aukið byggingarmagn sem verður 130fm í stað 82fm.
| ||
Málinu frestað.
| ||
|
||
8
|
Grenihvammur 8, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1104007
| |
Óskað er eftir deiliskipulagsbreytingu á Hvammsskógi neðri, varðandi lóðina Grenihvammur 8. Breytingin felur í sér heimild til að byggja tvö samtengd aukahús 15fm hvort auk 20fm geymslu á bílastæði.
| ||
Nefndin telur of mikil frávik frá gildandi deiliskipulagi og hafnar erindinu.
| ||
|
||
9
|
Gildistaka deiliskipulags og deiliskipulagsbreytinga. – Mál nr. 1103007
| |
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar.
| ||
Skipulagsfulltrúa falið að fara yfir málið og leggja það fyrir næsta fund.
| ||
|
||
Stöðuleyfi
| ||
10
|
Bakkakot, stöðuleyfi fyrir geymsluskúr. – Mál nr. 1104004
| |
Sótt er um framlengingu á stöðuleyfi fyrir 16fm geymsluskúr í Bakkakoti skv. bréfi frá Skógrækt ríkisins á Vesturlandi, bréf dags. 3. mars 2011. Eldra mál: SK090056.
| ||
Samþykkt.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
23:15.