Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Föstudaginn 16. ágúst 2013 kl. 19:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Davíð Pétursson, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir og Jón E. Einarsson.
Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:
Almenn mál
| ||
1
|
Ársreikningur Skorradalshrepps fyrir árið 2012 – Mál nr. 1306004
| |
Lagður fram til fyrri umræðu ársreikningur ársins.
| ||
Samþykkt að vísa honum til seinni umræðu
| ||
|
||
Fundargerðir til staðfestingar
| ||
2
|
Skipulags- og byggingarnefnd – 74 – Mál nr. 1305001F
| |
Lögð fram fundargerð 74. fundar Skipulags- og bygginganefndar frá 4. júní s.l.
| ||
Fundgerðin samþykkt í 11 liðum.
| ||
|
||
Framkvæmdarleyfi
| ||
3
|
Fitjar, bakkavarnir í Fitjaá – Mál nr. 1305001
| |
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að veita framkvæmdarleyfi vegna bakkavarna við Fitjaá.
| ||
Hreppsnefnd leggur til að veitt verði framkvæmdarleyfi til bakkavarna við Fitjaá, þegar framkvæmdarleyfisgjald hefur verið greitt að upphæð kr. 65.000,-.
| ||
|
||
4
|
Framkvæmdaleyfi, endurnýjun hitaveitulagnar, Neðri Hreppur – Mál nr. 1304007
| |
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja að veita framkvæmdarleyfi vegna endurnýjunar á hitaveitulögn í landi Neðri Hrepps þar sem framkvæmd er í samræmi við aðalskipulag.
| ||
Hreppsnefnd leggur til að veitt verði framkvæmdarleyfi vegna endurnýjunar á hitaveitulögn í landi Neðri Hrepps, þegar framkvæmdarleyfisgjald að upphæð kr. 80.000,- hefur verið greitt.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
20:05.