Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
56. fundur
Miðvikudaginn 2. mars 2011 kl. 13:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir.Fundarritari var Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulags- og byggingarfulltrúi.
Þetta gerðist:
Almenn erindi
| ||
1
|
Skilti við Vatnshornsskóg – Mál nr. 1103001
| |
Sótt er um skilti við Vatnshornsskóg skv. bréfi Umhverfisstofnunar dags. 8. febrúar 2011.
| ||
Samþykkt með fyrirvara um skriflegt samþykki landeigenda og að endanleg staðsetning verði tilkynnt skipulags- og byggingarfulltrúa áður en framkvæmdir hefjast.
| ||
|
||
2
|
Refsholt 57, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1009005
| |
Aftur á dagskrá umsókn um breytingu á deiliskipulagi: Frístundabyggð í Hálsaskógi IV. áfangi vegna Refsholts 57. Bréf dags. 28.02.2011 fylgir erindinu.
| ||
Nefndin samþykkir að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna fyrir lóðarhöfum Refsholts 48, 49,52, 56, 58 og landeigendum Hálsa að teknu tilliti til athugasemda skipulags- og byggingarfulltrúa.
| ||
|
||
Byggingarleyfismál
| ||
3
|
Vatnsendahlíð 135, sumarhús – Mál nr. 1103006
| |
Sótt er um að byggja sumarhús skv. uppdráttum frá AL-HÖNNUN dags. 25.01.11.
| ||
Lagt fram til kynningar.
| ||
|
||
4
|
Dagverðarnes 74b, viðbygging – Mál nr. 1103005
| |
Sótt er um viðbyggingu við sumarhús skv. uppdráttum frá Inga Gunnari Þórðarsyni byggingarfræðingi, dags. 27.01.2011.
| ||
Lagt fram til kynningar.
| ||
|
||
5
|
Dagverðarnes 43, viðbygging – Mál nr. 1103004
| |
Sótt er um viðbyggingu við sumarhús skv uppdráttum frá Atelier arkitekta ehf., dags. í janúar 2011.
| ||
Lagt fram til kynningar.
| ||
|
||
Skipulagsmál
| ||
6
|
Hvammsskógur neðri, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1012003
| |
Aftur til umræðu, eftir auglýgingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi, Hvammskógar neðri, skv. uppdráttum frá Einrúm arkitektar, dags. 8.12.2010. Ein athugasemd barst.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir frekari gögnum frá umsækjanda til að geta svarað athugasemdinni. Afgreiðslu frestað.
| ||
|
||
7
|
Dagverðranes 17, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1103002
| |
Sótt er um breytingu á deiliskipulagi, svæði 1 í Dagverðarnesi, skv. umsókn mótt. 13.02.2011. Breytingin felur í sér aukið byggingarmagn á lóðinni nr. 17.
| ||
Nefndin samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna deiliskipulagsbreytingu í samræmi til tilsvarandi deiliskipulagsbreytingar á svæðinu.
| ||
|
||
8
|
Háafell – Umsókn um stofnun þriggja nýrra lóða – Mál nr. 1103003
| |
Sótt er um að stofna þrjár nýjar lóðir úr landi Háafells. Hnitasettir uppdrættir fylgja erindinu.
| ||
Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda skipulags- og byggingarfulltrúa.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
16:00.