56 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Miðvikudaginn 7. ágúst 2013 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Davíð Pétursson, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir og Jón E. Einarsson.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Málefni hreppsins. – Mál nr. 1308001

Eftirfarandi bókun lögð fram.

GJG, KHG og JEE bóka eftirfarandi:

„Við lýsum mikilli óánægju með að endurskoðað bókhald hreppsins fyrir árið 2012 hefur enn ekki verið lagt fyrir hreppsnefnd. Þá lýsum við mikilli óánægju með þann mikla drátt sem orðið hefur á fundi í hreppsnefnd og bendum á að fjöldi mála hefur legið án afgreiðslu í langan tíma, m.a. á eftir að ganga frá samþykktum um stjórnsýslu í hreppnum skv. lögum 138/2011. Þá er með öllu ófært að oddviti boði ekki til fundar með löglegum hætti skv. 15. gr. sveitarstjórnarlaga, eins og ítrekað á sér stað og ótækt að ekki séu send út fundargögn með a.m.k. tveggja sólarhringa fyrirvara til að hreppsnefndarmenn geti tekið upplýstar ákvarðanir um mál sem taka á afstöðu til.“

Oddviti bókar eftirfarandi:

„Eins og búið er að upplýsa hreppsnefnd um, þá er aðalástæðan fyrir þeim drætti sem orðin er á frágang hreppsreikninga 2012 sá, að reikningar frá Borgarbyggð bárust ekki, þrátt fyrir margendurteknar ítrekanir, bárust ekki fyrr en í lok mars. Þegar reikningar loks bárust þá voru þeir óásættanlegir og þurftu lagfæringar, sem ekki tókst að lenda nema að nokkru leiti í júnílok. Niðurstaða ársreiknings var þannig, að ef óleiðréttir reikningar frá Borgarbyggð hefðu verið færðir inn, og leiðrétting ekki komið fyrr en á árinu 2013, er næsta víst að hreppurinn hefði farið í gæslu hjá eftirlitsnefndinni. Því var þessi ferill allur gerður í samráði við endurskoðanda hreppsins.“

2

11. mánaða uppgjör 2012 – Mál nr. 1301014

Lagt fram.

3

12 mánaðauppgjör 2012 – bráðabirgðastaða 1. apríl 2013 – Mál nr. 1304012

Lagt fram.

4

Uppgjör frá Borgarbyggð vegna 2012. – Mál nr. 1303008

Lögð fram uppgjörsblöð vegna leikskóla, grunnskóla og fleiri atriða frá Borgarbyggð.

Upplýst var um gang uppgjörsmála, m.a. að reikningar fyrir 2012 bárust ekki fyrr en 15. mars 2013. Fundað var með fulltrúum Borgarbyggðar 25. mars, 14. maí, 17. maí, 26. júní og 3. júlí þar sem var farið yfir athugasemdir við reikninganna. Einnig var fundað með fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga 20. júní.

Hreppsnefnd ályktar að hefja þurfi viðræður um nýjan leikskólasamning og eðlilegt sé að krefjast þess að uppgjör milli sveitarfélaganna liggi fyrir eigi síðar en 1. febrúar ár hvert.

5

Ársreikningur Skorradalshrepps fyrir árið 2012 – Mál nr. 1306004

Gögn vegna ársreiknings lögð fram.

Lagt fram.

6

3. mánaða uppgjör 2013 – Mál nr. 1305007

Lagt fram.

7

Sala á Indriðastöðum í Skorradal – erindi frá Innanríkisráðuneytinu – Mál nr. 1307005

Óskað er umsagnar sveitarfélagsins á kauptilboði erlends aðila í jörðina Indriðastaðir í Skorradal.

Oddvita falið að svara erindinu.

8

Birkimói 3 – leiga hússins – Mál nr. 1305009

Tvær umsóknir eru um leigu hússins.

Oddvita falið að ræða við Jón Friðrik Snorrason, um leigu hússins og ganga til samninga við hann ef um semst.

9

Erindi frá landeigendum Hvammsskóga 32 – Mál nr. 1305008

Óskað er eftir að breyta landi og húsi í heilsárshús.

Sveitarstjórn óskar eftir umsögn byggingafulltrúa um erindið. Afgreiðslu frestað.

10

Erindi frá Snorrastofu – umsókn um útgáfustyrk. – Mál nr. 1306005

Erindi frá Snorrastofu vegna útgáfu bókarinnar Héraðsskólar Borgfirðinga.

Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 100.000,-

11

Umsókn í styrkvegasjóð Vegargerðarinnar fyrir árið 2013. – Mál nr. 1302009

Vegagerðin hefur samþykkt að styrkja um 1,5 milljón vegna ársins 2013 á lagfæringu vegslóðar Fellsvegar.

Huldu falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. Málinu frestað.

12

Greinargerð starfshóps um öryggisvörslu – Mál nr. 1112007

Staða útboðs á niðursetningu myndavéla og fleira.

Málinu frestað, oddvita og Huldu falið að fylgja málinu eftir. Stefnt er að því að uppsetningu vélanna verði lokið í september n.k.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

23:30.