Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Þriðjudaginn 4. júní 2013 kl. 22:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Davíð Pétursson, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir og Jón E. Einarsson.
Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:
Almenn mál
| ||
1
|
Erindi frá Ungmennafélaginu Íslendingi vegna Hreppslaugar. – Mál nr. 1301013
| |
Framhald erindis vegna opnunar laugarinnar nú sumar.
| ||
Oddviti sagði frá fundi með fulltrúum Ungmennafélagsins Íslendings frá 23. maí s.l. vegna stöðu Hreppslaugar.
Hreppsnefnd samþykkir að auka framlag til opnunar á Hreppslaug um kr. 375.000,- Einnig samþykkir hreppsnefnd að lána félaginu kr. 625.000,- Vísast annars til minnisblaðs oddvita um afgreiðslu málsins, dagsett 4. júní. | ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
23:45.