55 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps

Þriðjudaginn 4. júní 2013 kl. 22:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Davíð Pétursson, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir og Jón E. Einarsson.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Erindi frá Ungmennafélaginu Íslendingi vegna Hreppslaugar. – Mál nr. 1301013

Framhald erindis vegna opnunar laugarinnar nú sumar.

Oddviti sagði frá fundi með fulltrúum Ungmennafélagsins Íslendings frá 23. maí s.l. vegna stöðu Hreppslaugar.

Hreppsnefnd samþykkir að auka framlag til opnunar á Hreppslaug um kr. 375.000,- Einnig samþykkir hreppsnefnd að lána félaginu kr. 625.000,- Vísast annars til minnisblaðs oddvita um afgreiðslu málsins, dagsett 4. júní.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

23:45.