Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
54. fundur
Mánudaginn 17. janúar 2011 kl. 14:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Jón Pétur Líndal, Pétur Davíðsson og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir.
Fundarritari var Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulags- og byggingafulltrúi.
Þetta gerðist:
Almenn erindi
| ||
1
|
Ný skipulagslög – námskeið – Mál nr. 1101005
| |
Námskeið Skipulagsstofnunar, 20. janúar, um skipulagsmál fyrir kjörna fulltrúa.
| ||
Málið kynnt. Samþykkt að óska eftir að nefndarmenn í skipulags- og byggingarnefnd sæki fundinn fyrir hönd Skorradalshrepps og hreppsnefndarmenn verði til vara.
| ||
|
||
Skipulagsmál
| ||
2
|
Umsókn um stofnun nýrrar lóðar. – Mál nr. 1101009
| |
Sótt er um stofnun nýrrar lóðar, Mófellsstaðir 1, úr landi Mófellsstaða skv. uppdrætti frá Ómari Péturssyni dags. 12.01.2011.
| ||
Samþykkt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.
| ||
|
||
Framkvæmdarleyfi
| ||
3
|
Framkvæmdaleyfi, endurnýjun hitaveitulagnar. – Mál nr. 1101008
| |
Orkuveita Reykjavíkur sækir um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun hitaveitulagnar sbr. bréf dags. 20.12.2010 og uppdrætti af fyrirhugaðri framkvæmd.
| ||
Samþykkt með fyrirvara um skriflegt samþykki landeigenda. Óskað er eftir rafrænni hnitasetningu á lögninni við verklok.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
16:00.