54 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Miðvikudaginn 24. apríl 2013 kl. 14:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Davíð Pétursson, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir, Jón E. Einarsson og Jón Friðrik Snorrason.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Erindi frá Ungmennafélaginu Íslendingi vegna Hreppslaugar. – Mál nr. 1301013

Erindi frestað frá síðasta hreppsnefndarfundi.

Undir þessum lið mætti Helgi Björn Ólafsson, formaður, Aðalheiður Kristjánsdóttir, ritari og Ulla Rolfsigne Pedersen félagsmaður frá Ungmennafélaginu Íslending. Var farið yfir rekstrarstöðu Hreppslaugar, stöðu rekstrarleyfis laugarinnar og framtíðarmöguleika laugarinnar.

Hreppsnefnd samþykkir að veita Ungmennafélaginu Íslending kr. 250.000 styrk til opnunar á lauginni í sumar. Hreppsnefnd samþykkir einnig að stjórn Ungmennafélagsins komi á fund hreppsnefndar eftir miðjan júní n.k. til að ræðu stöðu Hreppslaugar og framtíðaráform.

2

Umsókn um styrk frá Umf. Íslendingi. – Mál nr. 1302005

Erindi frestað frá síðasta hreppsnefndarfundi.

Undir þessum lið mættu Helgi Björn Ólafsson, formaður, Aðalheiður Kristjánsdóttir, ritari og Ulla Rolfsigne Pedersen félagsmaður frá Ungmennafélaginu Íslending. Rætt um málefni leikdeildarinnar og niðurstöðu vegna síðasta verkefnis. Ekki hægt að verða við erindinu.

3

Kjörskrá til alþingiskosninga 27. apríl 2013 – Mál nr. 1304008

Lögð fram frá kjörskrá vegna alþingiskosninga þann 27. apríl n.k.

Samþykkt að bæta Benoný Halldórssyni á kjörskrá Skorradalshrepps. Á kjörskrá eru 48. Kjörskrá síðan samþykkt samhljóða.

4

Bætt vegamál og samgöngur í Skorradalshreppi – Mál nr. 1303004

Lagt fram erindi frá Jón E. Einarssyni.

Hreppsnefnd samþykkir að stofnaður verði vinnunefnd um bættar samgöngur í sveitarfélaginu. Tilnefnd verður í nefndina á næsta fundi hreppsnefndar.

5

Grenndargámar við Mófellsstaði – Mál nr. 1303005

Lagt fram erindi frá Jón E. Einarssyni.

Samþykkt að óska eftir við skipulagsfulltrúa að koma með grófa tillögu að umhverfi í kringum gámalóð á Mófellsstöðum. Formanni skipulagsnefndar falið að vinna málið áfram í takt við umræður á fundinum.

6

Erindi frá Pílagrímar (félag sem stendur fyrir pílagrímagöngum) – Mál nr. 1304009

Lagt fram erindi vegna merkingar á gönguslóða og uppsetningu skilta.

Kynning á verkefninu.

7

Ljósleiðarakerfi Skorradalshrepps – Mál nr. 1204014

Staða málsins eftir fundi með Eflu, verkfræðistofu, Mílu og formönnum sumarhúsafélaganna.

Málinn rædd. Samþykkt að skipa vinnuhóp til að halda áfram skoða málið. Tilnefndir eru Pétur Davíðsson, Gunnar Rögnvaldsson og Bergþór Þormóðsson. Pétur Davíðsson verður í forsvari hópsins.

8

Kosning endurskoðenda til eins árs. – Mál nr. 1302011

Lögð fram drög af ráðningabréfi til eins árs við KPMG endurskoðun hf.

Samþykkt og oddvita falið að undirrita það.

9

Ársreikningur 2012 – Mál nr. 1304011

KHG óskar eftir að bóka eftirfarandi. „Lýsir yfir vonbrigðum með að ekki skuli liggja fyrir ársreikningur 2012 og spyr hvenær hann verði lagður fram?“

PD býst við að hann verði lagður fram um miðjan júní.

10

Lagt fram erindi frá Grænfánanefnd Leikskólans Andabæjar. – Mál nr. 1304010

Lögð fram beiðni um styrk.

Samþykkt að veita styrk í formi plantna.

11

3 ára fjárhagsáætlun 2014-2016 – Mál nr. 1212005

Lögð fram til seinni umræðu.

Áætlun samþykkt.

12

Ný fjallskilasamþykkt fyrir Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. – Mál nr. 1303007

Lögð fram til fyrri umræðu drög af nýrri fjallskilasamþykkt.

PD falið að gera athugasemdir og koma þeim til hreppsnefndarinnar. Fyrri umræðu frestað.

Fundargerðir til staðfestingar

13

13. fundargerð nefndar um sameiningu þriggja fjallskilasamþykkta. – Mál nr. 1302012

Lögð fram 13. fundargerð.

Fundargerðin staðfest.

14

14. fundargerð nefndar um sameiningu þriggja fjallskilasamþykkta. – Mál nr. 1303006

Lögð fram 14. fundargerð

Fundargerðin staðfest.

Fundargerðir til kynningar

15

Hreppsnefnd – 49 – Mál nr. 1302001F

Lögð fram fundargerð frá 13. febrúar s.l.

16

Hreppsnefnd – 50 – Mál nr. 1303002F

Lögð fram fundargerð frá 15. febrúar s.l.

17

Hreppsnefnd – 51 – Mál nr. 1303003F

Lögð fram fundargerð frá 26. febrúar s.l.

18

Hreppsnefnd – 52 – Mál nr. 1303005F

Lögð fram fundargerð frá 20. mars s.l.

19

Hreppsnefnd – 53 – Mál nr. 1304001F

Lögð fram fundargerð frá 9. apríl s.l.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

18:00.