53 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
53. fundur
Fimmtudaginn 9. desember 2010 kl. 20:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Jón Pétur Líndal og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir.

Fundarritari var Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulags- og byggingarfulltrúi.

Þetta gerðist:

Byggingarleyfismál

1

Fitjahlíð 6, flutningur frístundahús – Mál nr. 1012001

Sótt er um að flytja núverandi frístundahús til á lóðinni, breyta því í aukahús og minnka í 25 fm.

Samþykkt að grenndarkynna byggingarnefndarteikningar skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga fyrir lóðarhöfum að Fitjahlíð 4, 7, 8, 9 og landeigendum Fitja að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

2

Grenihvammur 1, frístundahús – Mál nr. 1011007

Lögð fram að nýju byggingarleyfisumsókn um frístundahús skv. uppráttum frá EON arkitektumdags. 6. des. 2010. Heildarflatarmál 193,0 fm.

Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda skipulags- og byggingarfulltrúa.

3

Indriðastaðir 4, endurnýjun á bátaskýli – Mál nr. 1012002

Sótt er um leyfi til að endurnýja bátaskýli á lóðinni skv. uppdráttum frá TGH arkitektum dags. 16.11.2010. Stærð 25,4fm.

Samþykkt.

4

Vatnsendahlíð 186, frístundahús – Mál nr. 1006015

Sótt er um breytingu á notkun húsnæðis í íbúðarhús.

Samþykkt.

Skipulagsmál

5

Hvammsskógur neðri, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1012003

Sótt er um breytingu á deiliskipulagi, Hvammsskógur neðri, skv.uppdrætti frá Einrúm ehf. arkitektar, dags. 8.12.2010. Um er að ræða sameiningu Dynhvamms 5 við Hvammsskóg 43. Heildarbyggingarmagn lóða yfir 10.000 fm verður 285 fm eftir breytinguna.

Samþykkt að leggja til við hreppsnefnd að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 að teknu tilliti til athugasemda. Jafnframt að vekja sérstaka athygli lóðahafa á Hvammsskógum 45, Dynhvammi 3 og 4 og félagi sumarhúsaeigenda í Hvammi á auglýsingunni.

6

Félag sumahúsaeigenda í Hvammi – Mál nr. 1012005

Afrit af bréfi félags sumarhúsaeigenda til Skipulagsstofnunar, bréf dags. 8. 11.2010.

Lagt fram.

7

Aðalskipulagsbreyting – Mál nr. SK070024

Afrit af bréfi Umhverfisráðuneytisins til Skipulagsstofnunar dagsett. 24. nóvember 2010. Málið varðar breytingu á aðalskipulagi Dagverðarness.

Bréfið kynnt.

Stöðuleyfi

8

Skátaskálinn, geymslugámur – Mál nr. 1012004

Sótt er um bráðabirgðarleyfi fyrir öryggis- og geymslugám við Skorradalsvatn.

Viðkomandi framkvæmd krefst byggingarleyfis.

Niðurrif

9

Niðurrif fasteigna – ferlar – Mál nr. 1011019

Erindi vísað til skipulags- og byggingarnefndar frá hreppsnefnd. Tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa lögð fram.

Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ljúka við tillöguna í samræmi við umræðu á fundinum. Tillagan verði lögð fyrir hreppsnefnd.

Önnur mál

10

Dreifibréf frá lax og silungaveiðisviði Fiskistofu. – Mál nr. 1010026

Lagt fram dreifibréf frá lax og silungaveiðisviði Fiskistofu. Hreppsnefnd vísar erindinu til nefndarinnar.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að afrit af bréfinu verði sent á þá aðila í Skorradalshreppi sem málið varðar.

11

Vatnshorn. Niðurtaka „pakkhúsins“ – Mál nr. 1012006

Umhverfisnefnd Skorradalshrepps óskar eftir heimild til niðurtöku „pakkhúsins“ í Vatnshorni. Verður það unnið í samráði við Húsafriðunarnefnd.

Samþykkt.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

00:20.