53 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps

Þriðjudaginn 9. apríl 2013 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Davíð Pétursson, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir, Jón E. Einarsson og Jón Friðrik Snorrason.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Forvarnartilraun vegna gróðurelda. – Mál nr. 1301004

Lagt fram erindi frá Huldu Guðmundsdóttir.

Samþykkt að veita kr. 250.000,- í tilraunina.

KHG vék af fundi við afgreiðslu málsins.

2

Erindi frá Ástríði Guðmundsdóttur og Birni Hauki Einarssyni. – Mál nr. 1302006

Lagt fram erindi er varðar stuðning við kostnað og keppnir sonar þeirra í dansi. Hefur honum vegnað vel og nýlega unnið Íslandsmeistaratitil í einum flokki.

Meirihluti hreppsnefndar samþykkir að veita þeim kr. 25.000 í stuðning.

3

Erindi frá Kristínu Jónsdóttur. – Mál nr. 1302008

Lagt fram.

Meirihluti hreppsnefndar óskar eftir að kaupa eina mynd af KJ. KHG og vefstjóra falið velja mynd.

4

Umsókn um styrk frá Umf. Íslendingi. – Mál nr. 1302005

Lagt fram bréf frá Leikdeild Umf. Íslendings.

Afgreiðslu frestað, oddvita falið að óska eftir fundi með stjórn Ungmennafélagsins.

5

Varðar afgreiðslu á umsókn Félags sumarbústaðaeigenda í landi Indriðastaða um að setja upp þrjú öryggishlið. – Mál nr. 1303003

Lagt fram bréf dagsett 28. febrúar s.l.

Í ljósi atburða sem áttu sér stað í Hvammsskógi laugardaginn 30. mars s.l. er kviknaði í sinu og aðkomu viðbragðsaðila, ásamt fleiri atburðum vetrarins íhugar hreppsnefnd að skoða forsendur fyrir að leyfa öryggishlið í sveitarfélaginu. Oddvita falið að vinna málið áfram og afla upplýsinga.

6

Erindi frá Ungmennafélaginu Íslendingi vegna Hreppslaugar. – Mál nr. 1301013

Lagt fram bréf frá Ungmennafélaginu Íslendingi.

Afgreiðslu frestað, oddvita falið að óska eftir fundi með stjórn Ungmennafélagsins.

7

Sinubruni 30. mars 2013 í Hvammskógi – Mál nr. 1304002

Þann 30. mars s.l. kviknaði í sinu í Hvammskógi að völdum flugelda.

Hreppsnefnd þakkar slökkviliðsstjóra og slökkviliði svæðisins fyrir skjót og góð viðbrögð á brunavettvangi og þakkar sérstaklega vasklega framgöngu slökkvliðsmannsins Tryggva Vals Sæmundssonar við slökkviliðsstarfið.

8

Viðbragðsáætlun vegna gróðurelda í Skorradal – Mál nr. 1304003

Lagt fram erindi frá ritara almannavarnarnefndar Borgarfjarðar og Dala.

Í framhaldi af kynningarfundi almannavarnarnefndar Borgarfjarðar og Dala, sem haldin var 3. apríl s.l. óskar nefndin eftir fundi með hreppsnefnd og fulltrúa Vegagerðinnar. Fundur verður haldin kl. 10 á morgun

Fundargerðir til staðfestingar

9

Skipulags- og byggingarnefnd – 72 – Mál nr. 1303004F

Fundargerð lögð fram.

Fundargerðin samþykkt í 4 liðum. Varðandi 3. málslið fundargerðarinnar þá samþykkir hreppsnefnd að beina því til byggingarfulltrúa að fresta útgáfu byggingaleyfis vegna öryggishlið við Hrísás þar til hreppsnefnd hefur mótað stefnu um uppsetningu öryggishliða í ljós nýlegra atburða.

10

Skipulags- og byggingarnefnd – 73 – Mál nr. 1303006F

Fundargerðin samþykkt í 4 liðum.

11

12. fundargerð nefndar um sameiningu þriggja fjallskilasamþykkta. – Mál nr. 1302010

Fundargerðin samþykkt.

Fundargerðir til kynningar

12

Hreppsnefnd – 48 – Mál nr. 1301001F

Lögð fram fundargerð frá 13. febrúar s.l.

Skipulagsmál

13

Dagverðarnes 118, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1104006

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á 73. fundi sínum að leggja til við hreppsnefnd að heimila deiliskipulagsbreytingu á lóð nr. 118 í Dagverðarnesi á svæði 3 og birta niðurstöðu í B-deild Stjórnartíðinda

Breytingin er samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að birta niðurstöðuna í B-deild Stjórnartíðinda og senda samþykkta tillögu til Skipulagsstofnunar.

14

Refsholt 18-III áfangi, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1210007

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti að grenndarkynna deiliskipulagsbreytingu er varðar þakgerð og utanhússklæðningu. Grenndarkynning fór fram 8. jan. til 8. feb 2013 sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust.

Breytingin er samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að birta niðurstöðuna í B-deild Stjórnartíðinda og senda samþykkta tillögu til Skipulagsstofnunar.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

01:15.