52 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps

Miðvikudaginn 20. mars 2013 kl. 13:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Davíð Pétursson, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir, Jón E. Einarsson og Jón Friðrik Snorrason.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Ljósleiðarakerfi Skorradalshrepps – Mál nr. 1204014

Fulltrúar Mílu hf. mæta til fundar.

Eva Magnúsdóttir og Ingvar Hjaltalín Jóhannesson starfsmenn Mílu mættu til fundarins.

Eva kynnti starfsemi Mílu hf. og möguleika fyrirtækisins til að aðstoða sveitarfélagið við hugsanlega ljósleiðaravæðingu í sveitarfélaginu.

Ingvar ræddi um tæknileg atriði varðandi bæði rekstur og lagningu ljósleiðara í sveitarfélaginu.

2

Erindi frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála. – Mál nr. 1303002

Lagt fram bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála dags.

Málinu vísað til skipulags- og bygginganefndar.

3

Kosning endurskoðenda til eins árs. – Mál nr. 1302011

Oddviti fór yfir málið og lagði fram tilboð sem borist hafa.

Samþykkt að fela oddvita leita samninga við KPMG endurskoðun.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

16:15.