50 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
50. fundur

Mánudaginn 11. október 2010 kl. 20:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Jón Pétur Líndal, Pétur Davíðsson og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir.

Fundarritari var Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulags- og byggingafulltrúi.

Þetta gerðist:

Almenn erindi

1

Hvammur, öryggishlið – Mál nr. 1009008

Áður frestað. Erindi frá Félagi sumarhúsaeigenda í Hvammi varðandi öryggishlið.

Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara erindinu í samræmi við umræðu á fundinum.

2

Tilkynningaskyldar jarðboranir – Mál nr. 1010004

Bréf Orkustofnunar dags. 29.09.2010 um tilkynningaskyldar jarðboranir. þar kemur m.a. fram að allar jarðboranir eru tilkynningaskyldar.

Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara erindinu.

Byggingarleyfismál

3

Dagverðarnes 72, viðbygging – Mál nr. 1010001

Sótt er um viðbyggingu við núverandi frístundahús skv. teikningum frá T.ark dags. 29.09.2010. Stærð viðbyggingar 50,7 fm og 501,2 rm.

Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

4

Dynhvammur 1, breyting – Mál nr. 1010002

Sótt er um breytingu á samþykktum byggingarnefndarteikningum skv. uppdráttum frá Kristni Ragnarssyni arkitekt ehf, breytingar dags. 17.09.2010.

Samþykkt.

Stöðuleyfi

5

Dagverðarnes 113, geymsla – Mál nr. 1010003

Sótt er um stöðuleyfi fyrir 12 fm geymslu.

Stöðuleyfi samþykkt til 6 mánaða.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

23:00.