Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Föstudaginn 15. febrúar 2013 kl. 14:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund í Reykjavík. Þessir sátu fundinn:
Davíð Pétursson, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir, Jón E. Einarsson og Jón Friðrik Snorrason.
Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Fundur haldinn í fundarsal Eflu verkfræðistofu. Einnig eru mættir eftirtaldir aðilar:
Kristinn Hauksson, Efla verkfræðistofa
Gunnar Bachmann, Efla verkfræðistofa
Kristófer Tómasson, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps
Guðmundur Daníelsson, hönnuður ljós.nets. Skeiða- og Gnúpverjahrepps
Sævar Ari Finnbogason, sveitarstjórnarmaður, Hvalfjarðarsveit
Bergþór Þormóðsson, áheyrnafulltrúi frístundahúsaeiganda í Skorradal.
Þetta gerðist:
Almenn mál
| ||
1
|
Ljósleiðarakerfi Skorradalshrepps – Mál nr. 1204014
| |
Farið yfir skýrslu Eflu verkfræðistofu mögulega ljósleiðaravæðingu í Skorradal.
| ||
Menn kynntu sig. Kristinn og Guðmundur fóru yfir skýrslu Eflu um hugsanlega lagningu ljósleiðara í Skorradalshreppi. Kristófer og Guðmundur sögðu frá stöðu mála í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þar er nýbúið að leggja ljósleiðara og þar kom mönnum á óvart hvað mikið hlutfall frístundahúsaeiganda hafa tengt sig eða um 90%. Sævar sagði stöðu mála í Hvalfjarðarsveit og velti upp kostum og göllum þess að Skorradalshreppur kæmi með. Pétur sagði frá fundum sem hann sat með fulltrúum nokkurra sveitarfélag s.l. sumar og fór yfir komu sína að málinu. Bergþór ræddi um hugsanlega þróun ljósleiðaramála í framtíðinni. Ætti að bíða með fjárfestinguna eða hvað? Hulda vísaði í fjarskiptaáætlun og telur að ríkið muni koma að ljósleiðarastofnnetinu (m.a. af öryggisástæðum) til að tryggja þéttleika örbylgjusenda (þráðlaus samskipti). Það sé eðlileg krafa á ríkið. Sveitarfélög þurfi að varast að taka á sig verkefni sem falli undir ábyrgðarsvið ríkisins. Ætti hreppurinn þá ekki líka (eða frekar) að eiga, reka og bæta stoðvegakerfi dalsins? Nauðsynlegt að spyrja fjölda spurninga á frumstigi,m.a: Er þörf,umfram þráðlausar lausnir? Hvernig á að fjármagna? Hvað með þjónustuþátt fjarskiptafyrirtækjanna? Urðu síðan umræður málið á marga vegu á milli manna á fundinum. Að endingu þakkaði oddviti fundarmönnum fyrir að hafa komið á fundinn.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
16:00.