50 – Afgreiðslufundir byggingafulltrúa

Skorradalshreppur

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa Skorradalshrepps

50. fundur

fimmtudaginn 20. desember 2018 kl. 16:00, hélt byggingarfulltrúi Skorradalshrepps afgreiðslufund. Þessir sátu fundinn: Sæmundur Víglundsson og Jón E. Einarsson.

Fundarritari var Sæmundur Víglundsson, Byggingarfulltrúi.
Þetta gerðist:

Byggingarleyfismál

1.

Vatnsendahlíð 33 byggingarleyfi- Mál nr. 1706008

Sótt er um byggingarleyfi fyrir byggingu 82,0 m2 frístundarhúss á lóðinni.

Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

2.

Indriðastaðir 4, umsókn um stækkun- Mál nr. 1510001

Sótt er um byggingarleyfi fyrir stækkun á núverandi frístundarhúsi, eftir breytingu verður húsið, 113,5 m2.

Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

3.

Hvammsskógur 43, umsókn um byggingarleyfi- Mál nr. 1605005

Sótt er um byggingarleyfi fyrir stækkun á núverandi frístundarhúsi. Breytingin felst í að útisvæði undir þaki er lokað af og gert að innirými. Eftir breytingu verður húsið, 177,1 m2

Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa

4.

Indriðastaðir 6- Mál nr. 1809001

Sótt er um að reyndarteikningar verði samþykktar. Engar stærðarbreytingar eru þessu samfara.

Samþykkt.

5.

Refsholt 17- Mál nr. 1602005

Sótt er um byggingarleyfi fyrir stækkun á núverandi húsi. Eftir breytingu verður húsið, 213.5 m2.

Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa

6.

Grund 2, gestahús. Tilkynning um framkv.- Mál nr. 1812004

Tilkynning um byggingu gestahúss í landi Grundar 2

Tilkynningarskyld framkvæmd. Framkvæmdin samþykkt

7.

Refsholt 21, umsókn um byggingarleyfi- Mál nr. 1809002

Sótt er um byggingarleyfi fyrir byggingu 101,2 m2 frístundarhúss á lóðinni.

Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

18:00.