Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa Skorradalshrepps
5. fundur
Miðvikudaginn 31. ágúst 2011 kl. 13:30, hélt afgreiðslufundir byggingarfulltrúa Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Ólöf Guðný Valdimarsdóttir.
Fundarritari var Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulags- og byggingarfulltrúi.
Þetta gerðist:
Byggingarleyfismál
| ||
1
|
Fitjahlíð 6, grenndarkynning á byggingarleyfisumsókn. – Mál nr. 1104010
| |
Byggingarleyfisumsókn vísða til afgreiðslu byggingarfulltrúa sbr. 60. fund skipulags- og byggingarnefndar. Sótt er um leyfi fyrir frístundahúsi skv. teikningum frá Arkþing dags. 15. ágúst 2011.
| ||
Byggingaráformin eru samþykkt.
| ||
|
||
2
|
Refsholt 57. byggingarleyfi – Mál nr. 1106019
| |
Áður frestað erindi. Sótt er um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi skv. teikningum frá Hagtækni, teikn. dags. 5. júní 2011. Deiliskipulagsbreyting hefur tekið gildi.
| ||
Byggingaráformin eru samþykkt.
| ||
|
||
3
|
Dagverðarnes 45, gestahús – Mál nr. 1107002
| |
Sótt er um leyfi fyrir 15 fm geymslu. skv. teikn. frá ABS teiknistofu. Vísað til afgreiðslu byggingarfulltúra sbr. 60. fund skipulags- og byggingarnefndar. Ný gögn hafa borist.
| ||
Byggingaráformin eru samþykkt.
| ||
|
||
4
|
Skógarás 1, viðbygging – Mál nr. 1108011
| |
Sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við frístundahús skv. teikningum frá Ragnari Auðunni Birgissyni arkitekt FAÍ. Teikn dags. 22.08.2011. Viðbyggingin er í samræmi við gildandi deiliskipulag.
| ||
Byggingaráformin eru samþykkt.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
14:30.